þriðjudagur, 23. júní 2009


Ég naut þess að borða hádegismatinn út í garði í dag; heimalöguð grænmetisbaka og jarðaber í eftirrétt. Einn réttur sem ég er búin að vera að smá laga og ná fullkomnun í. Og það tókst í dag, mikið sem þetta var gott. Hvað um það, ég fylgdist með ruslaköllunum koma og taka tunnuna þar sem ég sat og naut matarins. Og datt þá í hug hvað ég er enn léleg í umhverfisvernd. Mig dauðlangar til að vera meira græn en gleymi því alltaf. Ég er alveg búin að gefast upp á að vera pólitískt réttsýn, þegar ég fer að hugsa um allt það sem er að í heiminum, stríð, hungur, misnotkun, konur grýttar til dauða, listinn er endalaus, þá fallast mér hendur og ég fer bara að gráta. Ég borga 5 pund á mánuði í góðgerðasamtök sem berjast fyrir rétti misnotaðra barna og það er allt og sumt sem ég get gert til að bjarga lítilmagnanum frá vonda fólkinu. Ósköp lítið eitthvað sem maður getur gert. En ég get reynt að endurvinna meira. Og það sem ég hef mestan áhuga á er að henda engum mat. Það eru alveg hreint ótrúleg ógrynni af mat sem fer óétinn í tunnuna. Fólk kaupir allt of mikið og nýtir illa. Það er núna verkefni númer eitt, tvö og þrjú; nýta allt upp til agna. Og það ætti að henta lífstílnum vel því með því að gera matseðla er allt planað og ekkert ætti að fara til spillis.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Líst alveg ótrúlega vel á þessa grænmetisböku. Hvar getur maður nálgast uppskrift að svona löguðu?

Kv. Una

Guðrún sagði...

Mig langar í þessa böku. Hún lítur svo vel út. Viltu ekki láta uppskriftina flakka? Ég þarf að senda þér"grænmetislasanjað" hans Garðars. Það er rosalega gott.