þriðjudagur, 16. júní 2009

Ætli að það sé hægt að komast á námskeið í strauji hérna einhverstaðar? Í öllum þessum sumarhita er ekki annað hægt en að klæðast í léreft og hör. Já, maður flugsast bara um í léttu og ljósu og krumpuðu. Eins og allir vita er hör alls ekki straufrítt. Og ég er lélegasti straujari í heimi. Ég reyndi í morgun. Tók buxurnar rakar úr þvottvélinni og renndi straujárninu yfir þær, en ég sver að fyrir hverja eina krumpu sem ég straujaði niður bjó ég til tvær. Ég bara get ekki lagt buxurnar rétt til á strauborðið. Það lítur því út fyrir að þetta verði krumpusumarið mikla. Nema Hulda amma komi og kenni mér.

3 ummæli:

Rannveig sagði...

Ég fór til masteraði þetta þegar ég var í Þýskalandi. Ætli þú getir ekki fengið stöðu einhvers staðar sem Au-pair?

murta sagði...

Haha, já ég á alltaf eftir að vera Au-pair í útlöndum. Kannski að ég geti fengið stöðu einhverstaðar á Íslandi?

Guðrún sagði...

Það tekur því ekki að strauja hör, það krumpast hvort sem er strax aftur. Sumir eru bara flottir í hör en ég er eins illa umbúið rúm í því.