mánudagur, 15. júní 2009

Kemur ekki í ljós að ég hef rétt fyrir mér! Ég sá hluta af þessum þætti í sjónvarpinu, The truth about food, og allt sem vísindamennirnir hafa komist að hafði ég reiknað út fyrir nokkru síðan. Mig vantaði bara empirísku rannsóknirnar til að staðhæfa mínar kenningar. Mikilvægasta af þessu öllu (það á að borða fitu, það á að borða visst mikið, það á að borða mjólkurvörur o.s.frv. ) er að það eina, ÞAÐ EINA, sem veldur offitu er ofát. Það er ekkert til sem heitir hæg brennsla, genatísk offita, skjaldkirtill, sveppar, ekkert. Ef þú borðar meira en þú brennir þá fitnarðu. Simple as. Mikið svakalega er gaman þegar vísindin styðja við kenningarnar sem maður er búin að finna upp sjálfur. Þannig að næst þegar þú heyrir of feita manneskju segja: "Ég skil ekkert af hverju ég fitna svona, ég borða nánast ekki neitt, ég hlýt að brenna hægt" þá máttu segja: "Nei, hlussan þín, þú étur of mikið og ef þú myndir skrifa niður dagsneysluna þá myndirðu sjá það. Now get a grip!" Bara tough love, ekkert annað.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ji hvað ég væri til í að sjá þessa þætti aftur. Við skemmtum okkur alltaf konunglega í vinnunni á þriðjudagsmorgnum, hlógum af sniðugum og furðulegum tilraunum. Ertu búin að sjá þáttinn um sáðfrumurnar?