föstudagur, 21. ágúst 2009


Ég virðist lítið hafa beðið skaða af fríinu mínu og er alveg komin á fúllsvíng aftur í linsubaunir og hempolíu. Það var bara ágætis áminning að hafa varann örlítið á sér þegar rútínan breytist. Það er líka voða gott að vita að ég get farið svona algerlega út í kött og samt byrjað bara aftur eins og ekkert hafi í skorist. Og það er líka bara ágætt stundum að fara í frí og fá smá tækifæri til að endurskoða hlutina. Ég varð til dæmis að viðurkenna að eins ánægð og ég hef verið með æfingarútínuna mína þá var ég orðin aðeins leið á henni. Vísindin segja að maður eigi að breyta um æfingar á allavega 2 mánaða fresti og ég var komin vel á 4ja mánuð með sömu rútínuna. Þannig að eiginmaður minn elskulegi kom heim með nýtt prógramm handa mér, EA Active. Og nú er sko stuð. Ég er byrjuð að æfa hlaup (mjög rólega) og svo blandar prógrammið venjulegum æfingum og lyftingum við skemmtilegra efni eins og línuskauta, tennis, körfubolta, dans og uppáhaldið mitt; box og sparkbox. Ég er með lífshættulegt vinstra hné!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Og öll þessi hreyfing er í raunveruleikaóraunveruleikanum...er
það ekki? :)