Lúkas byrjar aftur í skólanum núna í byrjun September. Og verður með karlkennara í ár; Mr. McLaren. Mér leist ágætlega á hann og það verður eflaust gaman að sjá hvort karllæg áhrif í kennslustofunni verða til einhverra breytinga. Ég þarf ekki að kaupa handa honum neinar stílabækur og blýanta en þarf að eyða dágóðum skildingi í skólabúning. Mér finnst skólabúningurinn í Maes-Y-Mynnydd ekki vera fallegur og finnst leiðinlegt að eyða svona miklum pening í fötin. En það er skylda að vera í búning þannig að ég verð að bíta í það súra enni. Búningurinn á að koma í veg fyrir að föt barnanna gefi til kynna fjárhagsstöðu foreldranna því að ef allir eru eins þá þarf enginn að hafa áhyggjur af því að vera fátækur. Ekki að það virki. Ég kaupi peysur og pólóboli, vindjakka og leikfimisföt af skólanum, allt með merki skólans ásaumað. Svo fær Lúkas teflon húðaðar buxur og fer í Clark´s til að láta mæla fæturnar og fær sér mælda skó. Þegar ég svo sé önnur börn í bekknum í ómerktum peysum, jogging buxum og skóm úr shoe zone þá veit ég að það eru afkvæmi ógreiddu mæðranna með þrjú minni börn á öðrum handleggnum og sígarettu í hinni fyrir utan skólann segjandi setningar eins og: "If I don´t fucking turn up to court tomorrow I´m fucking going to jail again." og "my fucking kids are always fucking crying" og "I told him to go fuck himself, I ain´t fucking going to fucking work." Classy or what? Og svona segir mér til um menntunarstig, fjárhagsstöðu og hverslags atvinnu þessir foreldrar hafa. Og það er ekki langt þangað til að Lúkas getur sagt til um hver þessara bekkjarsystina hans eiga mömmu eins og hann á sem vinnur og kaupir handa honum alvöru skólabúning og hverjir eiga mömmu sem segja fuck. Ekki það að þetta séu slæmir krakkar. En ég verð líka að viðurkenna að það er ekki langt þangað til að þau læra að það er bara fínt að lifa af ríkinu og segja fuck og ég vil alls ekki að Lúkas eignist vini sem læra svoleiðis hegðun heima hjá sér. Þannig að ég get ekki að því gert en þegar hann segist hafa verið að leika við Matthew, eða Iestyn eða Josh þann daginn þá skoða ég peysuna næst þegar ég sé barnið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli