Ég tók þessa viku og massaði hana. Massaði. Ég er köttuð og fitt og tónuð og tönuð með köggla. Og skóf af mér 1.7 kíló af hreinu smjöri. Jess!
Mér er alltaf illt í hnénu. Alveg síðan ég fyrst slasaði mig 1993 og þrátt fyrir 3 mismunandi skurðaðgerðir þá er mér bara alltaf illt. Það er skárra eftir því sem ég verð léttari en engu að síður öðruhvoru misstíg ég mig (eða dansa á háum hælum í 4 klukkutíma!) og hnéð fer í klessu og ég get lítið sem ekkert æft á meðan ég bíð eftir að bólgan hjaðni. Síðan ég byrjaði að gæla við hugmyndina að labba Laugaveginn og svo upp úr því hvað ég þrái að fara út að hlaupa hefur hnéð verið að angra mig meira og meira. Ég hleyp hér heima í tölvunni en það er ekki sama hreyfingin og ef maður hleypur úti. Og í þau tvö skipti sem ég hef reynt að fara út meiði ég mig alveg svakalega. Ég ákvað því að fara til læknis til að tékka á hvað er hægt að gera. Og fékk góðar fréttir og slæmar. Læknirinn minn vill setja veggspjöld með myndum af mér útum allt. Hann er svo ánægður með mig. Honum finnst reyndar betra að ég sé hætt að reykja en er líka svona massa ánægður með megrunina. Ef allir gerðu þetta þá myndum við spara heilbrigðiskerfinu milljarða. Þannig að ég var ánægð með það. En hann bað mig um að sleppa hlaupum. Hvort ég gæti ekki haldið mig við líkamsrækt sem væri með minna "impact". Hann sagði að ég þyrfti að fara til sérfræðings til að láta líta á hnéð almennilega en hann hélt að það væri ekki mikið hægt að gera. Það er bara ónýtt. Þannig að það eina sem hjálpar núna er bara að halda áfram að létta sig, halda mig við lyftingarnar og vona svo að fyrr en síðar fái ég að fara út að hlaupa. Af því að ég ætla ekki að gefast upp á þeim draumi.
6 ummæli:
Vááááá.........eittkommasjö...það er ekkert smá. Til lukku með fjandans smjörið sem rann. Verra með hnéð..ég hef stórar áhyggjur af því. Kannski veit þessi læknir ekkert um hné og veit ekkert hvort það er ónýtt eða ekki. Drífðu þig til hnésérfræðings og athugaðu hvað hann segir.
Glæsibær! Með kílóin, ekki hnéð.
Kv. Una
Alveg sammó með að ekki gefa hlaupadrauminn upp á bátinn. Ef þú hefur tök á að láta kanna hnéð í þaula svo að þú verðir vitrari um hvað sé að hnénu og svo er etv. ráð að tækla það á sama hátt og mörina: "rannsóknir hafa sýnt...". Það er alveg pottþétt til margar rannsóknir og margar leiðir til að vinna með hnéð og ekki svo vitlaust að skoða orsakasamhengi í því tilfelli.
Stórt smjörknús
H.
Frábær árangur hjá þér stelpa. Ekki gott með hnéið, hef smá samviskubit yfir því að hafa þrælað þér í búðirnar :-(
Annars líst mér vel á plaggöt af þér um allt Bretland. Styð þá hugmynd hjá doktornum!!
Love, Ólína
Helv...hné... er ekki bara hægt að taka það af við öxl? Frábær árangur! 1,7 kíló!!! Sjitt hvað þetta lekur af þér frænka.Þetta eru næstum 6 smjörlíkisstykki!!! Pældu í því. Prufaðu að reikna kílóin sem eru farin í Ljóma...hvað gera það mörg stykki? Pældu í því að þurfa svo að bera öll "ljóma" stykkin í bakpoka á bakinu. Sándar vel allavega að segja þetta svona :. Hlakka óendanlega mikið til að knúsa þig eftir allt of margar vikur ;)
já, vá 6 smjörlíkisstykki.... Ekki amalegt. Þú ert algjör hetja!
Og já, ég vil fá að sjá plaköt af þér um allt Bretland! Niður með bróðir Wayne Rooney að auglýsa Kók zero og upp með Svövu Rán!!
Luv
H
Skrifa ummæli