Í marslok þegar ég lagði lokahönd á undirbúning fyrir nýja lífstílinn minn byrjaði ég að horfa á raunveruleikaþættina The Biggest Loser. Fyrsta serían sem ég horfði á var sú fyrsta sem var tekin upp í Ástralíu. Og ég fylgdist með af áfergju, enda ekkert sem hjálpar jafn mikið í stríðinu við offitu og að finna að það eru aðrir eins og þú þarna úti; að þú ert ekki einn í heiminum að kljást við þetta helvíti. Og eins mikið og ég er á móti hvernig er tekið á megruninni í þáttunum (það er önnur og lengri færsla) þá er ég alveg húkkt. Ég bar sjálfa mig saman við þáttakendurna og var sammála þeim að það væri fáranlegt að leyfa 102 kg konunni að fá að vera með; hún var bara skinny bitch í augum okkar alvöru fitubollanna! Ég horfði svo á eina seríu frá Ameríku, númer 4 held ég, og enn bar ég mig saman við stærstu konurnar. Ég byrjaði svo í fyrradag á 3 seríunni minni, þeirri annarri sem er tekin upp í Ástralíu. Og fattaði að ég er minni en minnsta konan. Ég væri skinny cow ef ég fengi að vera með í Biggest Loser! Eitt eða tvö kíló í viðbót og ég er ekki keppnishæf lengur. Og þar með enda allir draumar um að vinna 200.000 pund fyrir að fara í megrun. Ég verð víst bara að láta mín eigin verðlaun duga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli