sunnudagur, 13. september 2009Þessi helgi var gjörólík hinni síðustu en mikið yndisleg líka. Í þetta sinnið var bacardi-ið alveg látið vera en áherlsan á fjölskylduna. Við stússuðumst aðeins í garðinum á laugardagsmorgun og svo kom Salisbury-fjölskyldan til okkar og við röltum öll saman í Ponciau Banks. Það er í raun og veru róluvöllurinn hans Lúkasar og stundum er þar svona fjölskylduhátíð. Við vorum svona heppin með veður um helgina, rúmlega 20 stiga hiti og glampandi sólskin. Krakkarnir voru í essinu sínu, hlupu á milli hoppukastala og trampólín og hringekju og skemmtu sér konunglega. Svo sté svið lókal hljómsveit og spilaði svona líka undurvel, minnti mig helst á Fleet Foxes. Og alltaf svo gaman að sitja úti í sól og hlusta á læf tónlist. Við röltum svo aftur hingað heim og fengum eitt hvítvínsglas úti í garði. Eftir eggaldin í kvöldmat tók við heilmikið sessjón í Wii þar sem við Dave stundum skylmingar, bogfimi og hjólreiðar. Alveg svaka stuð og betra en að sitja eins og klessur í sófanum.

Lúkasi var svo boðið í afmæli til Cade frænda síns í dag. Þannig að á meðan hann skemmti sér á Makka Djé með nuggets og svo á trampólín fengum við Dave að slaka á og lesa bók alveg í rólegheitum. Og það er fátt betra en svoleiðis frítt spil þegar sunnudagar fara vanalega í að byggja skýjaborgir úr Legó kubbum.

Ég fékk svo smá heimþrá. Fattaði að þetta tímabil er það lengsta sem ég hef verið frá Íslandi. Belgía náði 11 mánuðum og hingað til hef ég aldrei haft lengra en 10 mánuði á milli heimferða en núna verða rúmir 14 mánuðir á milli. Það er ósköp langur tími fyrir súper Íslendinginn mig. Og mega Þollara. Mjög langur tími. Mikið svakalega hlakka ég til að koma heim.

3 ummæli:

Hulda sagði...

Og mikið hlakka ég svakalega til að hitta þig :). Bara get ekki beðið :)

Nafnlaus sagði...

Hlakka líka rosa mikið til að fá þig heim. Frábær helgi greinilega, sumarið loksins að koma til ykkar :-)

Nafnlaus sagði...

Gleymdi að kvitta!
kv. Ólína