mánudagur, 28. september 2009


Þetta var mikil dásemdarhelgi. Eins mikið og ég elska son minn og nýt þess að eyða tíma með honum þá er líka alveg svakalega gaman þegar hann fer í "sleepover" með frændum sínum tveim. Við skiluðum honum af okkur um klukkan 10 á laugardagsmorgun og fórum svo og fengum okkur brunch í Wrexham. Veðrið var svo gott að við sátum á borði úti og horfðum á Wrexhambúa stússast við helgarinnkaupin. Svo fórum við heim og ég ákvað að taka til í fataskápnum. Og fann þar þónokkuð af buxum sem ég hélt að ég gæti notað í smástund lengur en svo kom á daginn að það væri ekki möguleiki lengur. Ég er búin að pakka þessu öllu niður í kassa sem er rembilega merktur Oxfam því ekki sé ég ástæðu til að halda í þær. Ekki ætla ég að nota þær aftur. Geymi einar svona fyrir comedy mynd þegar ég er komin í kjörþyngd. Mynd þar sem ég skælbrosandi toga í strenginn svo það sést að ég gæti komið tveimur af mér fyrir í buxunum. Mér fannst líka svaka gaman að komast að því að gallabuxur sem ég hélt að væru enn fínar á mér eru orðnar svo stórar að ég gat farið í þær tvær í einu utan yfir þær sem ég passa í. Hann er nú hálftómlegur skápurinn minn; þrennar buxur og fjórar peysur. Og einn killer kjóll. Ég ætla að láta þetta duga svona fram að jólum þegar kannski ef allt gengur að óskum get ég keypt allt nýtt. Í nýrri stærð. Fingers crossed. Mér finnst eins og það gangi allt svo vel núna að ég hreinlega held í mér andanum og bíð eftir að eitthvað hræðilegt gerist. Ég er alltaf að eiga svona móment þar sem ég finn svo vel fyrir breytingunni, sé hvað allt er betra núna, hvað mér líður betur, hvað allt er frábært. Ég trúi því bara ekki að þetta geti haldið svona áfram. Ég fékk svo indverskan í verðlaun. Hér er indverskur matur núna orðinn að þjóðarrétti Breta. Tikka Masala var valinn þjóðarréttur fram yfir "fish and chips". Að fá svo að sofa út á sunnudegi eru forréttindi sem maður tekur ekki létt og ég nýtti mér tækifærið til hins ýtrasta og svaf til hálf tíu! Yndislegt svona þegar maður er vanalega vakinn um 6 leytið. Svo bara gott kaffi, Ideal Home Magazine og slúbbertheit fram eftir degi. Er bara hægt að óska sér einhvers meira? Ég bara held ekki.

3 ummæli:

Líf Magneudóttir sagði...

Gaman að fylgjast með átakinu - you go girl! Stendur þig eins og hetja.

Nafnlaus sagði...

Halló Svava Rán!
Harpa var að hrósa þér svo mikið um daginn og í framhaldinu datt ég inná síðuna þína. Hef ekki látið verða af því að kvitta fyrir mig fyrr en núna. Hitti svo mömmu þína um helgina og hún sagði að það væri algjör skylda að kvitta hjá þér og segja þér sjálfri hvað mér finnst um þig :-)
Mér finnst frábært hvað þér gengur vel í nýjum lífsstíl og ekki síður finnst mér þú vera alveg afbragðs penni. Mér finnst t.d. greinin þín um viljastyrkinn eitthvað sem ætti að birta opinberlega!! Gangi þér vel mín kæra.
Bestu kveðjur Sandra Dís Hörpuvinkona

Nafnlaus sagði...

Sammála Söndru það sem þú ert að skrifa hér um nýjan lífsstíl ætti að birta opinberlega :-) Gæti eflaust hjálpað mörgum.
Hlakka til að sjá þig bráðum
Kv. Ólína