þriðjudagur, 1. september 2009


Í endalausri leit minni að einhverju sem fullnægir þörf minni fyrir "eitthvað gott" og er á sama tíma hollt og gott rakst ég á "Larabar". Lara þessi er öll í hráfæðinu og notar þá hugmyndafræði til að búa til þetta nammi. Sneisafullt af trefjum, hollri fitu, 200 kaloríur, heldur manni söddum þegar eftirmiðdegissnarláráttan heltekur mann og er til í ómótstæðilegum bragðtegundum eins og "Coconut Cream Pie", "Peanutbutter Cookie" og "Cocoa Mole". Eina vandamálið er að Larabar er ekki selt í Bretlandi. Og ég get ekki að því gert en að hugsa með mér að ég sé kannski alveg jafn klikkuð í hausnum núna og ég var áður en ég hóf þetta heilsuvesen allt saman þegar ég geng svo langt að panta kassa frá Ammríku. Klikk? Sjálfsagt. En ég afsaka mig með því að svo lengi sem ég er upptekin við að panta heilsubita frá USA er ég ekki að troða í mig Snickers.

4 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér líst vel á þennan heilsubita. Hvar pantarðu hann?

murta sagði...

Ég notaði iherb.com en þú getur örugglega notað heimasíðuna sjálfa larabar.com af því að þú ert ammríkani.

Ásta sagði...

heyrðu sæta... get ég ekki bara sent þér nokkur stykki? þetta er nátt'la til á el klako :) seg mér til.... djöfull er ég stolt af þér annars... þú ert nú meiri gellan :)

Nafnlaus sagði...

Þeir fást í Whole Foods Market/Fresh and Wild, London :)