fimmtudagur, 1. október 2009

Allt er með kyrrum kjörum á vesturvígstöðvum þessa vikuna. Ég er ánægð, ég er búin að vera að léttast síðustu vikurnar þannig að það var komið að smá pásu hjá mér. Það er að sjálfsögðu smá pirrandi að léttast ekki þegar maður er búinn að telja og vigta og æfa og segja nei takk, en svona er þetta bara. Ég er búin að læra hvernig líkami minn bregst við og ég bjóst ekki við neinu öðru en þessu. Það er skemmtilegra að segja frá því að ég hafði komist úr "morbidly obese" og niður í "obese class 2" og meira að segja er alveg á mörkunum að vera "obese class 1" samkvæmt BMI stuðlum. Og það án þess að taka eftir því. Það eru margir sem eru ekki hrifnir af BMI, segja að hann taki ekki tillit til vöðvamassa og annarra þessháttar þátta. Ég er ekki sammála því, BMI virkar sem skilgreining á líkamsmassa á vel flestu fólki. Maður þarf að vera eins og Arnold Schwarzenegger eða Kobe Bryant til að vöðvamassinn fari að rugla formúluna. Nú kann ég ekki að segja hvað þessar skilgreiningar eru á íslensku en hér í Bretlandi er mikið talað um BMI og þessar skilgreiningar á super morbidly obese, morbidly obese, obese og overweight. Bretar eru nefnilega önnur feitasta þjóð í heimi og sú sem fitnar hraðast. Hér er talað um "obesity epidemic" eða offitu farald. Um 20% kvenna kaupa föt í stærð 18 og hærra en fyrir 10 árum síðan var þessi tala undir 6%. How scary is that? Ég tek eftir þessu meira og meira núna. Sýn mín er alltaf að breytast. Fólk sem ég hefði sagt fyrir 6 mánuðum síðan að væri bara fínt er núna að mínu mati offitusjúklingar. Ég er enn með brenglaða sýn á sjálfa mig en augu mín hafa svo sannarlega opnast fyrir því að fólk er alveg svakalega feitt. Og það er nánast ómögulegt að sleppa við þetta helvíti. Það er matur út um allt, svo ódýr og auðvelt að nálgast hann og því auðveldari og ódýrari sem hann er í meðförum því óhollari en hann fyrir þig. Þrátt fyrir alla okkar menntun og að upplýsingarnar eru fyrir framan nefið á manni ef maður leitar þá veit fólk veit ekkert um næringu og við látum blekkjast aftur og aftur af auglýsingum sem segja LOW FAT! eða SUGAR FREE ! eða ONLY 99 CALORIES!! Mín skoðun er sú að ef þetta er á pakkningunni þá áttu að setja það aftur upp í hillu og labba (eða hlaupa) í burtu eins hratt og þú getur. Allar kaloríur eiga að koma frá alvöru mat og svo á maður að vinna fyrir þeim með hreyfingu. End of. Jámm, slakaðu núna aðeins á gamla mín. Hvað um það það er núna orðið tæpt að ég nái mini takmarkinu fyrir 1. Nóv. Ég ætla nú ekki alveg að gefast upp á því strax en ég ætla líka bara að láta þetta allt ganga sinn gang.

Engin ummæli: