sunnudagur, 18. október 2009


Mikið er skrýtið hverning börn vaxa í svona kipp. Allt í einu á Lúkas ekki einar buxur sem passa á hann og ekki get ég komið með barnið til Íslands í stuttbuxum. Við fórum því í bæinn í gær og gölluðum hann upp. Hann þurfti líka í klippingu og sjálfri vantaði mér belti. Jebb, ég eignaðist mitt fyrsta belti í gær sem hefur engan fagurfræðilegan tilgang, heldur er einungis notað til að halda buxum betur á sínum stað. Ég skemmti mér enn konunglega yfir þessum litlu atburðum í nýja lífinu mínu. Við skelltum okkur svo á bíó, sáum Up, sem var alveg hreint ljómandi skemmtun. Þær eru svo fallega gerðar þessar teikni-eða tölvumyndir núna. Eftir myndina fórum við svo á Frankie og Benny´s. Það er enn smá mál fyrir mig að fara út að borða, ég hef alveg stjórn á mér og því sem ég panta, en það er erfitt að reikna út kalóríur á mat sem maður hefur ekki útbúið sjálfur. Og mér finnst enn erfitt að vera með sérþarfir, eins og til dæmis að biðja um skammt af gufusoðnu grænmeti í stað kartöflu og biðja þjóninn um að koma ekki með brauðkörfu. Mér finnst að þegar ég er með sérþarfir eða þegar ég afþakka nammi, kex og kökur þá horfi fólk á mig og hugsi hvað ég haldi eiginlega að ég sé, ég hafi augljóslega ekki afþakkað nammið hingað til. Enn ein fitubollan sem þykist ekki borða mat. Ég veit að þetta er algjört rugl, eina manneskjan sem hugsar svona er ég. En ég bara get ekki af því gert, ég er ægilega meðvituð um þetta. Mér finnst erfitt að borða opinberlega og ég fylgist grannt (no pun intended) með hvað aðrir borða. Og mér finnst hræðilegt að horfa á feitt fólk borða. Vonandi að ég geti lagað þetta til í heilanum á mér, það er ekki fallegt að hugsa svona um samfitubollur mínar.

Engin ummæli: