föstudagur, 16. október 2009

Svona hálf aumingjaleg hundrað grömm farin í morgun sem ég tel nú bara ekki með af því að ég er degi of sein. Smá fúl, er búin að vinna hörðum höndum þessa vikuna, en svona er þetta bara.

Ég á erfitt með að skrifa akkúrat núna, ég hristist öll og skelf eftir átökin í æfingunum núna áðan. Ég kláraði "30 day challenge" í fyrradag og er núna að setja saman mitt eigið prógramm. Og ákvað að taka harkalega á því þessa síðustu viku áður en ég kem heim. Setti í gang Marathon Circuit í morgun. 55 mínútur af hlaupi, lyftingum og hoppum og 463 kalóríum brennt. Ég er svo ánægð með sjálfa mig, það er nefnilega meira en að segja það að gera þetta svona allt sjálfur. Það væri svo auðvelt að svindla, hver sér það svo sem? Enginn, nema ég. Og það er komið nóg af því að ég svindli sjálfa mig út úr öllu því sem maður fær þegar maður er fitt og ánægður. Og koma svo!

1 ummæli:

Harpa sagði...

Þú ert svo dugleg. Bara alveg ótrúleg hetja. Ég var einmitt að spá í að senda þollaragenginu póst í tilefni dagsins og biðja ykkur um að fara varlega þessa 7 daga sem eftir eru. Til dæmis borða nóg af hollum og góðum mat (svo maginn geri ekki uppreisn um næstu helgi), drekka einn og einn bjór og eitt og eitt rauðvínsglas svona til að koma ykkur í æfingu og allt eftir þessu. Sko bara svo það séu allir sprækir frammá nótt (líka börn og aðrir minna þroskaðir menn....)

Luv
H