fimmtudagur, 15. október 2009Hér hófst dagurinn mjög snemma í morgun; ég þurfti að vera mætt á fund klukkan níu í morgun og Lúkas átti að vera í skólanum klukkan níu tilbúinn í lokaæfingu fyrir "Harvest festival" eða uppskeruhátíð sem fór svo fram seinna um daginn. Týpískt, ákkúrat þann morgun sem ég er í vinnunni. Og vegna þessa flýtings í morgun gleymdi ég að vigta mig. Ég fór út af rútínunni og bara allt í klessu. Og nú þegar ég er komin heim úr vinnunni klukkan hálf ellefu er bara of seint að vigta sig. Ég verð bara að sjá hvað setur á morgun. Þetta var langur dagur sem sé. 13 tímar í vinnunni. Ég hef upplifað skemmtilegri daga svo sem. Og missti af syni mínum fara með setninguna "E is for the earth, providing all our food, with sun and rain to make things grow and give us all that´s good." Og við búin að æfa setninguna alla vikuna. Heather fór fyrir okkur og tók myndir, en af öllum hinum börnunum. Bara þessa einu af Láka. Sjálf hef ég alls engan áhuga á annarra manna börnum þannig að ég skildi þetta ekki alveg en allavega ég á þessa einu af honum. Ég er eiginlega of þreytt til að skrifa núna. Reynum aftur á morgun.

5 ummæli:

Guðrún sagði...

Lúkas er auðvitað flottastur á myndinni,það er engin spurning!
Og hann hefur án efa kunnað textann sinn allvel!

Guðrún sagði...

Og þegar ég skoða myndina betur sé ég að hann er sá eini sem er fullur áhuga og sá eini sem er virkilega að leggja eitthvað á sig. Kannski er þetta augnablikið sem hann á að segja sína setningu en mér er alveg sama, hann er .... o.k. ég veit að ég er amman og finnst minn fugl fegurstur en er það bara ekki allt í lagi?!!!

Nafnlaus sagði...

Jú það á að vera þannig :-)

Nafnlaus sagði...

Gleymdi! að kvitta! Hlakka til að lesa á morgun Svava.
kv. Ólína

Nafnlaus sagði...

I got this web site from my friend who told me about this web site and now this time I
am browsing this web site and reading very informative articles or reviews here.


my site: pay day loans uk