sunnudagur, 11. október 2009


Það virðist sem svo að hægt og sígandi sé ég að breytast aðeins í Breta. Nú er nefnilega komið þannig að ég er búin að finna "pickle" sem ég er hrifin af. Bretar eru afskaplega hrifnir af öllu sem er lagt í edik lög og borða mikið af þessháttar meðlæti. Hér eru tildæmis upp í skáp krukkur fullar af pickluðum eggjum og grænmeti. Og svo allar sósurnar sem eru gerðar með edik sem aðalefni. Svo má að sjálfsögðu minnast á að hér þykir sjálfsagt að hella edik yfir franskar kartöflur. Ég held nú að ég gangi seint svo langt, reyndar ólíklegt að ég fari mikið að borða franskar eitraðar eins og þær eru nú. Ég var komin á tíma með að hrista aðeins til í uppskriftunum mínum um daginn, það er nefnilega svo auðvelt að koma sér í einhverja rútínu og svo fara skammtastærðar að stækka af því að maður þekkir matinn svo vel að maður nennir ekki að vigta lengur og líkaminn fer að þekkja kaloríu fjöldann og vinna nákvæmlega úr honum og maður hættir að léttast. Þannig að öðruhvoru þarf að hrista til í eldhúsinu. Nýja markmiðið mitt sem ég hef nefnt "ævintýri í grænu" er sem sé að ég þarf að prófa nýtt grænmeti eða ávöxt alla vega þrisvar í mánuði. Í síðustu viku prófaði ég kale. Sem er eiginlega svona sambland af brokkólí og káli. Gufusauð það og sauð linsubaunir, kryddaði til og blandaði svo við lauk sem ég hafði hægsteikt á pönnu í 40 mínútur þangað til hann hafði "náttúrusykurbrúnast". Og þetta var alveg svakalega gott og það var allt lauknum að þakka. (Kale er bara kál, ekkert spennó, ætla að grípa eitthvað meira framandi næst) Þannig að eiginmaðurinn elskulegi hélt því fram að ef mér þætti þetta gott ætti ég að prófa að kaupa "caramelized onion" sósu í krukku. Edik, laukur og smá sykur. Sem ég og gerði. Og mamma mía, ég er farin að smyrja þessu á allt, kjúklingavefjur, á ostbita, á salat, allt bara. Detti mér allar dauðar en þessu átti ég ekki von á. God save the queen og lahdidah!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ja, hérna hér!! Nú sé ég mína fyrir mér, ellefu eða tólf ára, alveg brjálaða af því það var e-ð í matinn sem minni hugnaðist ekki og hún stappaði niður fótunum af bræði, rauk upp á loft og stappaði enn niður fótunum í hverri einustu tröppu þannig að það söng og hvein í húsinu.
Svo lengi lærir sem lifir.
Gott mál, Dabbilóin mín!

Unknown sagði...

Bara svona spekúlering um þessa edikgleði Bretans. Nú er brjóssviða og uppþembilif mjög plássfrek í sjónvarpsauglýsingum þannig að ég myndi álykta að það væri nokkuð beisk fylgni þarna á milli. Mitt ráð er að fara varlega í edikvæðinguna.
Ef þú ert skyldir einn daginn vera farin að prófa fleiri magasýru- og loftþembulyf heldur en nýtt grænmeti, þá er kominn tími á endurskoðun ediksins...