fimmtudagur, 8. október 2009


Ég keypti mér svakalega sætan svartan kjól til að nota í vinnuna og ákvað að skella mér í hann í dag. Ég var svo geggjað sæt, fór í há svört stígvél, smellti á mig eyeliner og sveiflaðist svo um gangana í vinnunni. Þurfti bara öðruhvoru að smeygja mér inn á klósett til að dást að sjálfri mér í speglinum. Alveg þangað til að ég mætti Julie Jackson á rölti um skrifstofuna. Julie er einum 30 árum eldri en ég. Hún er líka stærð 4. Og Julie var í kjólnum mínum, í svörtum háum stígvélum með slettu af eyeliner. Djöfullinn sjálfur! How to go from fab to flab in one easy lesson!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iss... vertu bara fegin að hún Julie sé að kaupa eins kjól og þú til að reyna að halda í æskuna ;)
Kv. Kolbrún frænka

Hulda sagði...

Já hún Júlí er bara að reyna að vera eins sæt og þú :)

Guðrún sagði...

Var Julie ekki bara ógeðslega flott líka....þrátt fyrir að geta verið mamma þín?