fimmtudagur, 19. nóvember 2009


Ég er voðalega hugsi í dag. Maður alveg búinn að losa sig við Íslandsspikið (gæti þetta ekki verið nafn á freigátu?) og bara eftir að rússa af hatursvikunni. 1.4 í dag, takk og amen. Næsta setning ætti að vera: "og þá er það bara að verða 95 kg fyrir jól" en ég held að það sé ekki raunhæft takmark. Ekki það að ég sé ekki "up for a challenge" og allt það en það getur líka verið niðurdrepandi að setja sér of háleit markmið. Ég er búin að vera að svipast um eftir "non-scale goal" en dettur eiginlega ekkert í hug. Kelly vill endilega að ég kaupi mér flík í númeri of litlu sem ég get svo miðað mig við. Vigtin segir nefnilega ekki alltaf alla söguna. Mér finnst nú einhvern vegin að mér þætti það bara pirrandi. Að eiga eitthvað fínt inni í skáp sem ekki er hægt að fara í strax, núna, já núna eða ég vil það ekki! Mér dettur heldur ekki neitt svona líkamlegt takmark í hug, eins og að geta tekið 300 kg í bekkpressu eða hlaupið 5 km á 29 mínútum. Nema kannski að geta gert teaser pósuna í pilates. Hmm...það er reyndar ágætis hugmynd. Hvað um það, mér datt svona helst í hug að takmarkið væri að halda sér undir hundrað kílóum, og þá meina ég vera stanslaust undir hundrað og þannig að allar sveiflur á vigtinni fari aldrei yfir hundraðið þannig að ég viti að ég sé örugglega undir hundrað yfir öll jólin og áramótin. Þannig að ég geti byrjað 2010 algerlega pottþétt á því að ég sé manneskja undir hundrað. Þetta undir hundrað er nefnilega svo svakalegur hornsteinn. Og tilhugsunin um að verða svo næst 90, 80, 70 er eiginlega of mikið fyrir mig að melta. Þetta hljómar ósköp mikið eins og ég sé að skjóta mér undan ábyrgðinni og að ég hafi í hyggju að stoppa bara hér, vera bara alltaf 99.9 kg. Það er ekki það sem ég meina. Ég þarf bara núna einhvernveginn að festa þessa tölu niður þannig að ég geti farið að hugsa um heiminn í tveggja stafa tölu. Og ég er eins og oft hefur komið fram áður, in this for life, þannig að ég verð að gera þetta þannig að hentar mér. Ég þarf að læra að hugsa um sjálfa mig sem grennri manneskju sem getur gert allskonar hluti. Þannig að ég segji ekki alltaf nei, ég get ekki, ég er of feit. Þannig að ég sé viss um að ég skemmi ekki fyrir sjálfri mér. Meikar þetta einhvern sens?

4 ummæli:

Harpa sagði...

Mér líst vel á þessar pælingar hjá þér. ,,Meika góðan sens."
En flottar myndirnar hérna hægra megin á síðunni. Alveg ótrúlega flott sería! Ætlarðu að láta lækninn hafa þessar fyrir poster-in?? Losnar maður fljótlega við bróðir Wayne Rooney að auglýsa Coke zero í miðbæ Madchester??

murta sagði...

3 myndir í viðbót og þá má líma þær upp um alla veggi!

Guðrún sagði...

Þetta meikar sens! Þú og þínar pælingar "meika sens."( Næsta mál hjá mér að þýða þetta yfir á ástkæra, ylhýra...)
En hvernig gastu stækkað síðuna þína svona. Ég færi kannski aftur að blogga ef ég gæti breytt síðunni minni í svona flotta!

Asta sagði...

Spurning hvort það yrðu bara Rússar sem ynnu á Íslandsspikinu? Engin kreppa þar ;)