föstudagur, 20. nóvember 2009Mikið rosalega var þetta góður hádegismatur! Gúrka, tómatar og smá ólívuolía, fimm korna súrdeigsbrauð með pínu húmmus og örþunnt "deli" kjöt. Ég er enn að smjatta. Er líka í voða fínu skapi af því að ég komst að því að ég er ekki langt frá því að vera fullkomin. Bara 0.1 frá því nánar tiltekið. Vísindalegir vísindamenn sem hafa rannsakað vísindi á vísindalegum grunni hafa semsagt komist að því að það er til formúla fyrir hinni fullkomnu konu. Það er alveg sama hvaða lag af konu er í "tísku" allar eiga þær það sameiginlegt, hvort sem það er Marilyn Monroe eða Twiggy, að ef mál er tekið af mitti og mjöðmum (í tommum) og því svo deilt í hvort annað kemur svarið alltaf tilbaka sem 0.7. Og þetta geta karlmenn víst reiknað út í huganum og það án þess að vita af því. Því konur með málið 0.7 eru líklegastar til að geta af sér sterkustu afkvæmin. Og við sem héldum að karlmenn gætu ekki lokað tannkremstúbu hjálparlaust! Og svo geta þeir bara framkvæmt flóknar reikniformúlur í huganum um leið og þeir stara á rassinn á konum og það í undirmeðvitundinni! Merkileg þessi vísindi.

2 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Það er naumast að karlmenn eru klárir.

Harpa sagði...

Ég er alltaf að horfa á þessa mynd og langar í þennan hádegismat. Hvað ætli valdi því að maður nennir ekki að útbúa eitthvað svona hollt og gott og fær sér eitthvað drasl í staðinn?