sunnudagur, 8. nóvember 2009Þegar maður er hálfur víkingur og hálfur kelti dugar lítið minna en tveggja vikna afmælishátíð. Herlegheitin sem hófust á að fá að opna fyrri hluta afmælisgjafar frá mömmu og pabba á flugvellinum 23. október og náðu hápunkti með 50 manna veislu á Íslandi, enduðu svo loksins í dag með ferð á MacJónas og svo kökuveislu með velska hluta ættarinnar hér heima. Og það var eftir að hafa farið í "rauðu dótabúðina" til að eyða afmælispeningunum. Lukkulegri 6 ára snáða má vart finna.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Hvernig verða næstu afmæli hjá pilti? Hann heldur örugglega að svona eigi þetta að vera.

Asta sagði...

Til hamingju með Láka litla - segi nú bara ekki annað en 'að hugsa með sér' :)