sunnudagur, 6. desember 2009
Ég er alltaf á höttunum eftir skemmtilegu takmarki til að ná sem hefur endilega ekki neitt með vigtina að gera. Það er svo miklu betra t.d. að passa í minni stærð heldur en að léttast um visst mörg kíló. En hingað til hef ég verið alveg fókusuð á vigtina og átt erfitt með að hugsa út fyrir hana. Eiginmaður minn elskulegur sem hefur verið að taka þátt í nýjum lífstíl með mér hefur hinsvegar mjög skemmtilegt takmark. Hann vill passa í handklæði. Handklæðin sem við notum núna eru alveg svakalega lúxus-leg. Risastór og hnausþykk. Og ef einhver spyrði þá myndum við segja að stór og þykk handklæði séu betri til að þurrka sér með. En sannleikurinn er að við þurftum að kaupa svona stór handklæði vegna þess að þau voru þau einu sem pössuðu utanum okkur allan hringinn. Þannig að hann ákvað að hann væri ánægður með mittismálið þegar hann getur tekið niður úr hillu eitt af venjulegu handklæðunum og vafið um sig og rölt um án þess að allt gapi við. Þetta hefur allt með það að gera hvað það er óhentugt og oft á tíðum erfitt að vera feitur. Að vera stanslaust með áhyggjur af því að "passa" ekki í aðstæður; í lítinn stól, á milli húsgagna, í bílbelti, í sjúkrahússlopp, í handklæði... allar aðstæður sem venjulegt grannt fólk þarf ekki einu sinni að velta fyrir sér. Og það er það sem við viljum. Við viljum bara fá að vera venjuleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vá, hvað myndin er flott af Dave. Fyrir utan hvað hann er fallegur og myndarlegur þá er umhverfið svo flott, græn lauf og grænt gras ennþá, þrátt fyrir að það er komin desember.
Þið eruð snillingar! Sem ég segi, fá copyright á þetta allt saman. Markmiðið að passa í handklæði er mjög gott!
Skrifa ummæli