sunnudagur, 6. desember 2009

Með líkamsræktarprógramminu mínu fylgir "mótstöðuband?" (resistance band) sem maður notar í staðinn fyrir lóð. En það var ekkert sérstaklega mikil mótstaða í því eftir smátíma þannig að við keyptum ökkla-og úlnliðslóð. Þau eru bara 5 kíló en það er heilmikil vinna að lyfta með þau bundin um úlnliðinn, sér í lagi þegar það er "tricep" sem er verið að hnuðlast á. Mér datt svo í hug í morgun að auka aðeins erfiðleikann í "free-step" tímanum mínum (þar er ég bara að labba upp og niður af palli) og batt lóðin á ökklana. Og þetta var svo erfitt. Ég trúi því ekki að fyrir nokkrum mánuðum var ég að gera þetta með 25 kíló utan á mér. Ég bara skil ekki hvernig ég fór að. Ég hlýt að hafa verið alveg rosalega sterk að geta burðast um með þetta allt saman. Ég er eiginlega enn stoltari af sjálfri mér núna þegar ég horfi til baka og fatta hvílíkt átak það hefur verið fyrir mig að rífa mig upp úr súkkulaðibaðinu og í hreyfingu. Núna hlakka ég helmingi meira til þegar næstu 25 verða farin. Hvað get ég eiginlega gert þá? Flogið? The possibilities are endless!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Síðast þegar ég var í ræktinni notaði ég 2,5-3kg lóð. Það eru bara vel þjálfaðir og sterkir sem nota 5kg. Þú mátt vel við una. Pabbi þinn hefur alltaf verið svo ánægður með hvað þú ert sterk.