Ég fagna þessum síðasta degi ársins með eitt kíló í plús. Mér er slétt sama, er fegin ef eitthvað er af því að ég borðaði fullt af góðum mat og nammi og naut hvers einasta bita. Og ég er vonandi heldur ekki að afsaka mig þegar ég held því fram að vel flestir sem borða reykt og saltað og sætt yfir jólin bæta örlitlu á sig. Eitt kíló fer jafn auðveldlega og það kom. Ég geri reyndar ekki ráð fyrir því að það fari í kvöld því við Jonesararnir erum að fara til Salisburyana í áramótapartý. Og ef ég þekki okkur rétt þá ætlum við að fá okkur eins mikið að drekka og við mögulega getum án þess að valda börnunum varanlega sálarskaða. Við ætlum að keppa aðeins í Wii dance þannig að kannski nær maður að brenna smávegis en ég er svo sem lítið að pæla í því. Hlakka bara til að fara í gott partý á áramótum. Þegar ég hugsa til baka til þessa árs verð ég að viðurkenna að það er búið að vera með því besta í manna minnum. Þetta uppgötvunarferli sem ég er búin að vera á er það besta sem komið hefur fyrir mig ef ég hugsa bara út frá sjálfri mér. Þannig að síðan í marslok er ég búin að vera á nánast stanslausu "high". Og allir lágpunktarnir hafa falið í sér einhvern lærdóm. Þannig að ég kveð árið 2009 sátt við mig og mitt, þakka fyrir mig og horfi bjarteyg til 2010. Gleðilegt nýtt ár.
2 ummæli:
Hæ hæ ég datt inn á þetta blogg þitt á mínum daglega rúnti í gegnum hin ýmsu átaksblogg. Ég er sjálf með blogg á http://blog.central.is/sylpha og finnst einmitt svo gaman að skoða svona blogg hjá öðrum í svipuðum sporum og maður sjálfur. Kveðja og gangi þér áfram svona vel
Anna Helga/ sylpha
Elsku frænka, gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! 2010 verður stóra árið ;-).
Luv
H
Skrifa ummæli