mánudagur, 28. desember 2009
Með örlítilli hjálp frá tveimur bollum af "Options" sykur-og fitulausu instant kakó, handfylli af möndlum og handfylli af döðlum tók ég á því sem í gærkveldi var að breytast úr réttlætanlegu jólasvínaríi í hættulegu sykurþokuna mína. Ekkert mál. Ég horfði á klukkuna í gærkveldi færast nær miðnætti og fann hvernig ég jók hraðann í að troða hverjum súkkulaðibitanum upp í mig. Og fann að ég þyrfti að bremsa. Núna. Ég var alltaf búin að segja við sjálfa mig að ég myndi hætta á mánudagsmorgninum. Og það var það sem ég gerði, á miðnætti þurrkaði ég súkkulaðið af kinninni á mér, og lagði makkintoss dósina frá mér. Og hún er bara búin að vera uppi á skáp í dag og ég hef lítið í henni pælt. Svona þangað til um hálftíu leytið í kvöld þegar mig vantaði kakóbolla númer tvö. Og þurrkuðu ávextirnir tóku mig fram yfir 1200 kalóríu takmark dagsins. En það er lítið verð að greiða fyrir að sleppa svona létt frá þessu. Ekkert hatur, engin þoka, ekkert. Ég skil lítið í þessu því ég get með hönd á hjarta lofað að ég dró ekki undan úr átinu, en af einhverjum ástæðum var þetta bara ekkert mál í dag. Kannski af því að ég er búin að stunda líkamsrækt yfir hátíðarnar, og svo er feimnislegt dundur mitt við skokk kannski eitthvað að hjálpa til líka. I dunno, en ég er mjög þakklát hvað svo sem er að gerast. Ég er búin að þyngjast heilmikið en mér er eiginlega alveg sama um það fyrst ég slepp við að lenda í hatrinu. Ég get tekist á við hvað sem er ef ég þarf ekki að díla við hatrið. Svo er það bara að skoða hvað ég ætlast til af sjálfri mér á nýju ári; hvaða markmið ég ætla að setja sjálfri mér. Eða á maður kannski ekki að takmarka sig við markmið þegar greinilegt er að möguleikarnir eru takmarklausir?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Rosalega ertu dugleg, algjör hetja! Og þessar myndir hérna til hliðar eru svo flottar, finnst flott hjá þér að breyta röðinni og setja jólamyndina efst. Hún er svo flott.
Knús til þín....
Skrifa ummæli