Ég var dregin niður í morgun til að hjálpa Láka að opna númer þrettán í Legó dagatalinu, og þar sem við vorum komin niður snemma ákvað ég að taka einn nettan jóga-tíma. Á meðan ég setti mottuna á gólfið ákvað Láki að gera eins og mamma og vigtaði sig. Hann hefur greinilega verið að fylgjast með mér því hann steig á vigtina, klappaði svo snöggt og æpti "jeij!". Hann vegur 24.8 kíló sem er aðeins minna en það sem ég hef lést um. Það er svo gaman að setja þetta í samhengi; ég er búin að léttast um einn hávaxinn sex ára strák. Hugsaði svo með mér að prófa aðeins. Hann klifraði á bakið á mér og ég gerði tvær warrior pósur. Ég veit að það er kannski ekki alveg það sama, spikið var dreift réttlátlega um allan líkama en engu að síður, þá er ég stolt af fitubollunni sem var nógu hraust til að rífa sig upp og byrja að hreyfa sig með allt þetta utan á sér.
Ég get engan vegin ráðið í pókerfésið á eignimanni mínum og er enn hálfstressuð að ég fá ekki i-pod. Ég ákvað því að reyna að haska málunum og notaði afmælispeninginn minn frá mömmu og pabba til að panta mér þessa forláta "trail" hlaupaskó. Nú fer bara að koma að því! Ég sagði manninum að ef ég ætti skó þá þyfti ég að eiga i-pod annars gæti ég ekkert hlaupið. Þetta hlýtur að virka. Skórnir eru hannaðir til að hlaupa "off-road", vatnsheldir með svaka höggdeyfum og hannaðir með "over pronator" í huga. Allar göngu-og hlaupaleiðir hér í kring eru nefnilega í gegnum skóg og í mold. Ekkert fínerí hér. Ég bara get ekki beðið að byrja.
2 ummæli:
Rosalega finnst mér þeta vel valin afmælisgjöf frá okkur pabba til þín.
Frábær gjöf:-). Sniðugt þegar maður getur sett svona í samhengi, eins og þú með þyngdina á Lúkasi :-). Magnaður árángur hjá þér fænka. Sakna þín ógó mikið.
Skrifa ummæli