mánudagur, 14. desember 2009

Mér fannst hann góður morgunmaturinn minn í morgun, ferskur ananas og grísk jógúrt með möndlum. Í dag er ferskur dagur, allt eins lítið unnið og óeldað og mögulegt er. Og afar léttur á kalóríum. Svona til að bæta upp allt rauðvínið í gær. Rauðvínsleginn lambaskanki með rauðvíns-og berjasósu og rauðvín með. Þetta var orðið dálítið áfengt hjá mér. En ég ætla bara að telja það sem ævintýri í grænu, allar þessar berjaþrúgur, hljóta að teljast til ávaxta!

Engin ummæli: