laugardagur, 26. desember 2009



Þessi jól hafa verið þau bestu í manna minnum og þó víðar væri leitað. Lúkas var svo fínn og sætur, opnaði alla pakkana sína með gleðilátum og var jafn kátur með allt saman. Allt var æðislegt að hans mati. Það er svo gaman að vita að hann er ekki jafn hræðilegur og ég sem er vanþakklát og erfið að gefa gjafir. Maturinn heppnaðist svakalega vel, húsið var svo fallega skreytt, og það voru lítil sem engin fylleríslæti fyrir utan. Mér leið náttúrulega alveg svakalega vel í pínkulitla kjólnum mínum, hef ekki verið svona fitt síðan 1999. Það er ekki slæmt að skafa af sér tíu ár. (Sem þýðir að ég er núna aftur orðin töttöguogfemm!) En ef ég má vera með smá veraldargæðahyggju þá var jólagjöfin frá Dave það besta sem ég hef nokkurn tíma eignast. Hann gaf mér i-pod nano sem hann lét grafa á "each step you take brings you closer to your goal". Með honum fylgdi svo nike+. Það er snilldargræja. Maður stingur tölvukubbi í i-podinn og öðrum kubbi í strigaskóna og þannig getur tækið mælt hraða, vegalengd og kalóríur brenndar á meðan að maður hleypur. Það gefur manni feedback og lætur mann vita hvað maður á að gera. Þannig að um leið og snjóa leysir þá er ég farin út að hlaupa. Nýjir skór og i-pod og eiginmaður sem hefur svona ofurtrú á manni. Er ekki lukkan yfir mér alltaf hreint? Eina áhyggjuefnið er að ég fór beint inn á i-tunes til að setja inn rokklög til að hlaupa með í eyrunum og einhvern vegin þá varð fyrsta dánlódið Patience með Take That. Er mér greinilega eitthvað farið að förlast. Eða þannig.

4 ummæli:

Hulda sagði...

Algjör dúlla :-). Heppin ertu elsku frænka að eiga svona góða menn :-). Þú lítur frábærlega út, geggjaður árángur!

Nafnlaus sagði...

Þú ert þvílík skvísa á þessari mynd :-) Ekkert smá flott pía!
Ég verð að hringja í þig og yfirheyra með þetta nike+...langar ógó mikið í svona græju.
Love, Lína

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég elska líka Take That.

Harpa sagði...

Vá, þetta er ekkert smá flott fyrir flotta gellu auðvitað! Hlakka til að heyra hvernig þetta virkar allt saman. Maður verður að væla svona út í afmælis- eða jólagjöf næst....