fimmtudagur, 17. desember 2009



Og sjá! Hér er hún í allri sinni dýrð, í allri sinni svörtu gleði. Guinness súkkulaði kaka. Mig langaði í afmælisköku og til að fá köku en forðast að hafa heila köku hérna heima þá bakaði ég hana í morgun og fór svo með mér í vinnuna. Og deildi henni með yndislega fólkinu sem ég vinn með. Kakan er æðisleg, svo flott, svört með hvítri froðu, þykk, rík og dálítið blaut bara alveg eins og eitt glas af Guinness. Sjálfsagt næst besta súkkulaðikaka sem ég hef nokkurn tíman smakkað. Þetta er búinn að vera alveg rosalega góður dagur. Jafn góður og kakan.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ummmmm...ég ætla að prófa þessa. Spurning með Guinnesbjórinn. Þarf að finna út hvað er líkast honum hér heima nema ég skreppi til þin til að verða mér úti um einn!

murta sagði...

Ég hugsa að það væri best að nota malt, ef það er ekki til Guinness. Þetta snýst ekki um alkahólið, heldur dökku dýptina í bragðinu. (Segðu bara pabba að þetta sé Guinness og ekkert plat!)