þriðjudagur, 1. desember 2009
Orð hafa merkingu fyrir mér og í orðum er kraftur. Í hvert sinn sem ég fer í þröngu gallabuxurnar mínar sé ég orðið "skinny" saumað í rauðum stöfum á strengnum á þeim. Og í hvert sinn sem ég sé orðið skinny þá hoppar hjarta mitt örlítið í gleði. Ég veit að ég er langt í frá að vera skinny en ef ég segji það og sé orðið nógu oft þá kemur það. Og ég er þannig gerð að ég get litið út eins og mér líður. Á sama hátt hef ég stillt öll aðgangs-og leyniorð í tölvur og banka og þessháttar á upplífgandi slagorð. Ég kveiki á tölvunni í vinnunni og minni sjálfa mig á að vera "glodogjakvaed2010", annarstaðar er ég "undirhundrað2009" og "þvengmjóogflott". Þetta er sjálfsagt svona sjálfshjálpar mumbojumbo en þetta hjálpar mér. Gefur mér þetta sekúndubrot sem þarf til að stoppa við og hugsa áður en ég sting einhverju upp í mig. Merkilegt þessvegna að þó svo að eitt aðgangsorðanna sé "lottóvinningshafi2009" þá virðist það ekki vera að gera sig!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Þessa hugmynd, um aðgansorðin, ættirðu að selja og græða á!
Mér finnst þú nú vera vinningshafi númer eitt, tvö og þrjú árið 2009. Lottósmóttó, hver þarf á því að halda þegar maður vinnur heila Svövu Rán? :)
Hahahah! Ekki heila, bara hálfa!
Þú verður að fara að fá copyright á þetta allt saman, sem og frasana ,,nudda viðbeinin og hrista hringana." Ég tala við bókaútgefanda og bókin kemur út fyrir næstu jól!
Þegar þættirnir eða bíómyndin verður síðan gerð þá verður George kynnir og ég og Ólína ætlum að vera framleiðendur!
Skrifa ummæli