sunnudagur, 29. nóvember 2009


Ég er voðalega fegin að þurfa ekki að baka neinar smákökur í ár. Ekki það að ég hafi nokkurn tíman bakað smákökur en í ár hef ég hina fullkomnu afsökun að ég er "í megrun" og ég þarf ekki að skammast mín fyrir að vera meira en léleg húsmóðir. Í ofanálag við að vera lélegur bakari finnast mér smákökur ægilega vondar. Það eru alveg sér vísindi að baka góðar kökur, maður þarf að vera nákvæmur í vigtun og fylgja vissum vísindalegum reglum sem ég á erfitt með að gera. Ég er svona "slump" kokkur, sem hentar vel í matargerð en alls ekki í bakstur. En ég sakna smákökugerðarinnar af öðrum ástæðum. Það fylgir henni alveg sérstök jólatilfinning. Á Fullveldisdaginn var hveitið, smjörið og sykurinn dregið fram, Willy Nelson skellt á fóninn og svo bakaði mamma og jólahátíðin kom í húsið með lyktinni og tónlistinni. Þessari athöfn fylgdi gífurleg vellíðan og öryggistilfinning. Og mér finnst hálf leiðinlegt að ég búi ekki til svona stemmingu fyrir Láka. Mér finnst heimatilbúinn ís hinsvegar alveg svakalega góður. Ég er þessvegna að spá í að splæsa nokkrum hitaeiningum í ís og fá Láka til að hjálpa mér. Og skella Willy Nelson á fóninn. Hann er alveg sykurlaus og hitaeiningafrír.

6 ummæli:

Guðrún sagði...

Það er allt breytt Dabbiló mín! Villí kallinn hvarf um leið og grammifónninn, það er ekki lengur frí 1.des.þannig að ég er ekkert að strekkjast við bakstur í dag. Nú þá er enginn kökuilmur í húsinu. Það er samt allt næs, bara öðruvísi næs. Lúkas mun örugglega finna e-ð gott hjá þér þó það verði ekki það sama og þú fannst og manst hjá mér.

magtot sagði...

Ég var einmitt að rifja upp sjálf hvernig aðventustemningin var hjá mér þegar ég var lítil...Silfurkórinn, Þriflykt og súkkulaðibitakökur...

Er forvitin að vita hvað kveikir á jólastemningunni hjá mínum börnum...þarf að spyrja þau.

murta sagði...

Ekki spurning, ég bý til jólastemmningu fyrir Láka með því að fara í jólagöngutúr með honum! Það þarf ekki allt að snúast um mat:)

Guðrún sagði...

Það er málið, það þarf ekki allt að snúast í kringum mat. En matur er ótrúlega oft notaður til að halda upp á hitt og þetta eða til að gera sér dagamun. Eins og það megi með öðrum ráðum. Mér líst vel á jólagöngutúr.

Guðrún sagði...

...leiðrétt... eins og það megi EKKI með.....

Nafnlaus sagði...

It is perfect time to make a few plans for [url=http://www.2013paschersaclongchamp.com/petite-maroquinerie-pas-cher-c-8.html]Petite maroquinerie Pas cher[/url] the long run and it's time to be happy. I have read this post and if I may I desire to counsel you few fascinating things or suggestions. Perhaps you can write subsequent articles relating to this article. Sac De Voyage Longchamp Pas Cher [url=http://www.2013paschersaclongchamp.com/pour-pas-cher-sac-%C3%A0-main-longchamp-pliage-classique-noir-p-42.html]Sac à Main Longchamp Pas Cher[/url] , I want to learn more issues about it!