sunnudagur, 29. nóvember 2009



Við eiginmaðurinn tókum nett ferðalag aftur til ársins 2007 í dag og keyptum okkur svona sjónvarp eins og var svo í tísku þá. Við erum bara svona hopelessly hallærisleg og verðum bara að lifa með þeim ósköpum. Þetta er svona flatt og þunnt sjónvarp, plasma skjár og er alveg ægilega fínt. Stofan verður öll svona mun straumlínulagaðri við þetta. Og ég hlakka voðalega til að gera æfingarnar mínar í fyrramálið og hafa svona stóran skjá við það. Ég notaði líka tækifærið svona á fyrsta sunnudegi í aðventu og þreif allt í kringum sjónvarpið, ótrúlegt hvað það safnast mikið ryk undir því. Og dreif svo líka jólaskrautið upp. Það er orðið ægilega jólalegt í litla húsinu mínu, aðventukrans á borðinu, handprjónaðir jólaskrattar og svo er sænski kertastjakinn minn búinn að fá falleg rauð kerti og breyttist við það á augabragði í lifandi aðventuljós. Ég ætla að geyma útiljósin, það er ómögulegt að koma þeim upp. En við keyptum líka jólatré og ljós á það. Þetta er fyrsta lifandi tréð sem við höfum fengið. Ég hef hingað til bara látið jólaherðatréð duga en þegar ég sá normannsþyn á fæti á 18 pund í ASDA þá stóðst ég ekki mátið. Og dró það hingað heim. Það stendur núna úti í garði og bíður eftir Þorláksmessu. Ég verð bara að fá mér vel í glas og afhenda Dave og Lúkasi það með látum og bægslagangi svona fyrst að hér eru engir Kívanis kallar til að gera það fyrir mig.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Á ég ekki bara í alvörunni að senda þér hann pabba þinn? Hann kann að setja upp útiljós og er líka Kiwaniskall og getur svo sannanlega verið með jólsveinalæti
Ég yrði bara að koma með til að fylgjast með og skipuleggja, og sjá um að alllt yrði í þessu fína .....og..og..ráða öllu!

murta sagði...

Æji jú, væri það ekki bara best svona til að þetta fari allt saman vel fram?