föstudagur, 27. nóvember 2009

Í gleði minni og hamingju svona bara almennt dansaði ég í eldhúsinu um leið og ég vaskaði upp í gærmorgunn. Ég meina hver getur staðist að dilla sér ákaft við Doorbell með White Stripes? Og við eitt væga vinstra hoppið brákaði ég helvítis hnéð enn eina ferðina. Mikið djöfull er ég orðin leið á þessu. Og það er margra mánaða bið eftir að komast til sérfræðings. Þetta er algerlega að hindra alltsaman. Hvað um það, ég saup hveljur í smá stund og svo jafnaði það sig nokkuð hratt. Og sem betur fer var þetta bara smá hnykkur og skildi ekki eftir sig neina bólgu. Þannig að ég sagði fokk it og fór út og hljóp. Jebb, ég skokkaði einn hring um hverfið. Ekkert svona alvarlegt, bara aðeins til að prófa en mér tókst það og skemmti mér konunglega og meiddi mig ekki neitt. Ég fór ooooofur varlega og fyrir flesta áhorfendur hef ég sjálfsagt ekki litið út fyrir að vera hlaupa en mér fannst ég fljúga hringinn. Þannig að núna er sko algerlega efst á jólaóskalistanum ipod svo ég geti hlaðið inn couch to 5k prógramminu og hlustað á dauðarokk á meðan ég hleyp og eins og eitt par góðir hlaupaskór. It´s all happening now baby!

Engin ummæli: