Nú ríkir ástin ein enda eitt kíló af hatri farið í morgun. Þetta er allt í rétta átt. Ég verð að viðurkenna að ég er bæði hissa og ánægð því ég gerði ráð fyrir að þessi vika væri stopp vika eftir velgengnina síðustu tvær. En svona er þetta bara. Ég borðaði að meðaltali 1400 kalóríur á dag og æfði að meðaltali fyrir 250 kalóríur. Sem er nákvæmlega það sem ég geri að meðaltali í hverri viku. Þannig að það er stundum skrýtið hvað það er lítið samhengi í hvað ég léttist, nema reyndar að þegar maður skoðar meðaltalið. 800 grömm á viku. Sem er ekki spennandi, en mjög gott svona út frá öllum kenningum. Þetta er víst ákkúrat það sem maður á að léttast til að eiga mestu möguleikana á að halda spikinu af sér. Það verður að hafa það í huga að ég er að berjast við mjög lélegar líkur; aðeins 3% af þeim sem tekst að léttast um 30 kíló eða meira tekst að halda þeim af sér í lengri tíma en 5 ár. Þetta er ekki hvetjandi. Eða kannski er þetta hvetjandi því mig langar til að vera með í þessum elítu hóp.
Eitt af því sem hefur gerst með þessu megrunarstandi er að giftingar-og trúlofunarhringirnir mínir eru orðnir of stórir. Ekki nógu stórir til að láta minnka þá strax en nógu stórir til að þeir detta af þegar ég vaska upp og sveifla hendinni þannig að ég er smá stressuð yfir að tína þeim. En þeir eru líka orðnir að einu af "tækinu" sem ég nota. Ég nudda viðbeinin þegar mig langar í einhverja vitleysu og ég hreyfi hringana þegar ég er við það að falla. Og ég hætti við. Brilljant.
3 ummæli:
he he, þú ert snillingur. Nudda viðbeinin og hrista hringana. Ætli einhver átaksnámskeið hafi þetta sem sérstakt markmið??
Ég ætla að "kopírighta" þetta og nota sem tækni fyrir kúnnana mína sem skrá sig á námskeið í "Stuð og súkkulaði; léttu þig á erfiða mátann." :)
Ef thú ert hraedd um ad týna theim thá er spurning um ad skella theim á kedju um hálsinn thar til thú hefur nád lokamarkmidinu.
Ert alltaf med thá vid hendina til ad minna thig á árangurinn en tharft jafnframt ekki ad hafa áhyggjur :)
Rakst óvart hingad inn fyrir longu sídan og kíki alltaf reglulega vid. Finnst thú vera algjor hetja :)
Kvedja
Ella litla fraenka hennar Ólínu
Skrifa ummæli