þriðjudagur, 24. nóvember 2009Ég hef áður minnst á það hversu mikilvægt það er að fá sér morgunmat. Ég er hætt að þurfa að berjast við sjálfa mig og neyða mig í að borða, svo lengi sem ég þarf ekki að gera það fyrir klukkan 9. Ég náttúrulega tími alls ekki að sleppa tækifæri til að borða mat! Þá daga sem ég sleppi morgunmat, eða fæ mér eitthvað sem er kannski ekki alveg það besta svona næringafræðilega séð, þá fylgir oftar en ekki dagur yfirfullur af mat sem er kannski ekki sá besti næringafræðilega séð. Svona eins og að ég verði að byggja traustan grunn á hverjum degi eða öll spilaborgin hrynji bara niður. Á sama hátt er mikilvægt fyrir mig að byrja daginn á líkamsrækt. Ef ég geri það á morgnana þá hugsa ég allan daginn að ég tími ekki að skemma erfiðið sem ég lagði í æfinguna í morgun. Hafragrautur er uppáhalds morgunmaturinn minn. Og hann var alveg sérlega ljúffengur í morgun. Út í hann fór maukað grasker, kanill og múskat ásamt smá hunangi, mjólkurdreitill og 5 möndlur. Ó boj óboj! Eins og að fá pumpkin pie í morgunsárið. Getur maður beðið um eitthvað meira?

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég las það í DV í fyrradag að 1/4 tsk. af kanil út á hafragrautinn eða jógúrtið gerir kraftaverk. Heldur blóðsykrinum í jafnvægi. Þess vegna byrjaði ég á því í morgun að sáldra kanil á grautinn minn og nú er að bíða og sjá hvernig hann virkar.

murta sagði...

Sko! Þetta fann ég á mér!