mánudagur, 21. desember 2009


Við fórum út að borða í gærkveldi ég og vinnufélagar mínir á The Golden Lion í Rossett, sem er eitt af þorpunum hér í kring. Aðeins nær Chester og því aðeins "fínna" en Rhos þar sem ég bý. Ég var búin að spara kalóríur allan daginn, tók mér semsagt ekki frí á sunnudegi. Ég pantaði mér geitaosta salat í forrétt, rauðsprettu í aðalrétt og "Créme Brulee" í eftirrétt. Og varð fyrir svo svakalegum vonbrigðum. Hugsa með sér, að hlakka til allan daginn og fá svo bara vondan mat. Ég bætti mér þetta reyndar upp með því að drekka einhver býsn þannig að kalóríurnar hafa verið notaðar upp þannig. Sem betur fer var svakalega gaman hjá okkur og mér tókst að láta þetta ekki skemma neitt fyrir mér. Engu að síður þá kom þetta af stað smá hugsunum um hversu mikilvægur matur er fyrir mér og hvort mér takist nokkurn tíman að hugsa um mat sem eitthvað sem heldur manni lifandi og ekki það eina sem allt lífið snýst um. Mikið væri gaman að geta breytt þeim hugsunarhætti. En samt...ef ég hætti að spá svona mikið í mat og uppskriftir og framreiðslu matar, hætti ég þá ekki bara að vera Svava Rán?

1 ummæli:

Harpa sagði...

Maður má náttúrulega ekki alveg týna sjálfum sér er það? Ekki nema þegar ég hætti að vera neikvæð og ákvað að fara að vera jákvæð.... Er reyndar að spá í að skipta aftur yfir því neikvæðara fólk er víst gáfaðra.
En mikið er ég sammála þér um hvað er leiðinlegt að fara út að borða og fá vondan mat. Sérstaklega þegar maður fer ekki oft. Þetta gerðist því miður alltof oft hjá okkur í Bretlandi. Sérstaklega miðað við á Ítalíu þar sem ég held að ég hafi aldrei fengið vondan mat.