1.4 kíló farin þessa vikuna. Ég er 98.5 kíló. 2 kíló í viðbót og ég verð eins og ég varð léttust hjá Magna. Mikið sem ég er fegin, núna finnst mér eins og ég sé komin aftur af stað og hef ekki í hyggju að leyfa neinu að stoppa þetta "momentum" sem ég er búin að ná upp. Ég er búin að borða "hreint" alla vikuna og ætla að halda því áfram. Það er rosalega flókið að skera út sykur og hvítt hveiti að því að maður þarf að lesa allar innihaldslýsingar svo nákvæmlega, því þetta leynist gersamlega allstaðar. Mér líður bara svo miklu betur þegar ég sleppi þessu, og það verður alltaf auðveldara og auðveldara. Teymið mitt var að tala um mat í gærkveldi, allir töldu upp það sem þau ætluðu að borða þegar þau kæmu heim. Þegar ég var spurð þá sagðist ég bara ætla að njóta sjálfstjórnar. Það er gaman að hugsa til þess að fyrir 10 mánuðum þá fannst mér það algerlega óhugsandi að koma heim úr vinnu án þess að fá mér nammi. En ég er ekkert að grínast. Þegar þetta er auðvelt er tilfinningin að hafa stjórn á átinu eins og að maður sé ofurmenni. Og þegar þetta er erfitt og maður hefur samt stjórn á átinu er það eins og maður sé forseti alheimsins. Þegar hinsvegar þetta er erfitt og maður leyfir sér að ekki bara svindla einu sinni heldur ákveður að fyrst maður hafi svindlað smá þá sé í lagi að skemma allan daginn eða alla vikuna þá er líðanin eins og maður sé 4. flokks manneskja. Er nema skrýtið að maður verði háður sjálfstjórnar tilfinningunni? Það jafnast eiginlega ekkert á við hana.
1 ummæli:
Mér líður stundum illa vegna sjálfstjórnar. Það er þegar nammi er á borðum í vinnunni og ég get auðveldlega staðist það. Ekkert mál. En ég finn að ég stuða hina. Fólk tekur eftir því að ég fæ mér ekki mola og því líður illa að geta ekki staðist freistinguna eins og ég. Það er flókið þetta líf.
Skrifa ummæli