Það er fátt í heimi hér sem veitir meiri vellíðunartilfinningu en að setja sér markmið,vinna svo að því og ná því svo. Ég kláraði í morgun 6 vikna áskorunina. Ég þurfti að stunda líkamsrækt í alla vega hálftíma á dag fimm daga vikunnar og mér tókst það. Reyndar þá finnst mér orðið svo gaman að hreyfa mig að þetta var orðin lítil áskorun. Næstu 6 vikur verða svo teknar aftur en erfiðleikinn aukinn. Ég hlakka til þess, ég er orðin smávegis háð kikkinu sem ég fæ út úr ræktinni, eiginlega svo mikið að ég á mér orðið draum um að vinna í líkamsræktarstöð. Ég skrifa þetta og flissa smávegis í leiðinni af því að þetta er svo brjálæðislega fáranlegt en ef einhver segði við í dag að ég mætti velja mér hvað vinnu sem er þá myndi ég ekki hika við að segja líkamsræktarþjálfari. Að mæta bara í ræktina á morgnana og æfa allan daginn og kannski hjálpa einhverjum í leiðinni. Algjör draumur. Givi minn góur! Þessari vellíðan fylgir svo svona frekar vandræðalegt ástand. Ég stend sjálfa mig að því nefnilega að dást að sjálfri mér svona út um allt. Ég á það til að taka skyndilega tvær hnébeygjur, bara svona af því að ég get það, en á meðan að ég er að tala við yfirmann minn. Frekar vandræðalegt. Eða ég hnykla vöðvana og kreisti og sé svo að allir samstarfsmenn mínir eru að stara á mig. Vandræðalegt. Eða þá að ég labba upp stigann í powermode. Og uppsker skrýtin augnlit frá þeim sem ég mæti. Mjög vandræðalegt. En ég bara get ekki af þessu gert, í mér er kraftur sem ég bara stundum ræð ekki við, hann bara brýst út. Þetta er svo mikils virði, að njóta líkama sem hingað til hefur verið bara til vandræða.
Ég ætla héðan í frá að "fæða sálina, ekki magann". Feed the soul. Það er lausnin. Hafa plan, hafa markmið, muna hvað maður hefur gert merkilegt hingað til, nota bjartsýnisröndina, og þegar örvæntingin tekur yfir nota það stuðningsnet sem maður hefur. Takk fyrir mig, bestu vinir í heimi, ég er ekki viss um að þið vitið hversu stóran þátt í þessu öllu saman þið eigið. Rannsóknir sýna (já, ég sagði rannsóknir sýna!) að þeir sem breyta um lífstíl eru mun líklegri til að takast ef þeir fá fólk í lið með sér til að styðjast við. Og þið eruð með mér í liði. Mwahh!
4 ummæli:
You bet'yah :*
ha ha ha, þú ert nú meira nördið. Einn af mínum fyrri yfirmönnum mínum átti það til að koma inn til okkar eftir hádegispúlið sitt og bretta skyrtuna vel upp og hnykkla vöðvana. Einu sinni settist hann líka á borðið mitt og byrjaði að lyfta sér upp og gera einhverskonar armbeygjur. Síðan gerðum við svakalegt grín af honum þegar hann sá ekki til....
En hann var ánægður með sig blessaður og mjög duglegur reyndar líka.
Mér finnst þú algjör töffari!
Luv
H
Svo er líka gaman að vera í vinningsliðinu!
"í mér er kraftur sem ég bara stundum ræð ekki við"...bara flott. Það er fátt sem jafnast á við tilfinninguna um að hafa reynt vel á líkamann ;*
Knús, Lína
Skrifa ummæli