Í endurnýjuðu bjartsýniskasti mínu horfi ég fram á veginn og sé verðlaunin fyrir að verða sjötíu kíló. Eru þær ekki fallegar? Þegar ég horfi á svona falleg form og fallega liti líður mér vel. Er það ekki alveg magnað? Hitt sem svo lætur mér líða svo vel að ég fer að leita uppi svona fallega liti og form er að ég lét af því verða í dag. Ég fór í búninginn minn, festi i-pod á upphandlegg og fór út og hljóp. Þvílík tilfinning! Sólin glampaði á nánast bráðinn snjóinn og allstaðar var fólk að snúa trýni í sólarátt. Með vindinn í fangið og þannig að hárið blés frá andliti lét ég gangstéttarnar finna fyrir því. Þetta var örstutt, rétt rúmur hálftími og ég labbaði mun meira en ég hljóp enda var Lúkas með mér og þrátt fyrir að hafa byrjað vel (run Mamma run!) þá gafst hann upp fljótlega og lét sig detta með tilþrifum. (It´s blood Mamma, BLOOD I TELL YOU!) En þetta gaf mér hugmynd um hvað ég get og hvað ég get ekki. Þannig að á morgun ætla ég að stilla græjuna mína og halda ótrauð af stað. Dagur eitt af viku eitt í Couch to 5K prógramminu. RUN FORREST RUN!
1 ummæli:
Ég er einmitt í viku 2 í sama prógrammi. Magnaður andskoti, hélt að ég ætti aldrei eftir að hlaupa...
Kv. Una
Skrifa ummæli