þriðjudagur, 5. janúar 2010


Svo bara hætti ekki að snjóa. Skrifstofunni minni var lokað rétt eftir fimm í dag og við öll send heim. Það sem vanalega er 20 mínútna ferðalag heim tók rúma 2 tíma. Ég er strax búin að fá tilkynningu að skólinn hans Láka er lokaður á morgun þannig að eitthvað þarf ég að arransera morgundeginum. Vonandi bara heldur áfram að snjóa þannig að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af því hvað ég á að gera við hann, hringi bara inn í vinnuna og segist vera föst í snjó uppi á mínu fjalli. Snjórinn og veðrið er vinsælasta fréttaefnið hérna núna, í öðru sæti er svo Ísland. Og ég sit bara og gapi. Vanalega er það gaman að sjá landið mitt í fréttunum. Ég get alveg lofað að þetta er ekki skemmtilegur fréttaflutningur.

Engin ummæli: