fimmtudagur, 7. janúar 2010

Það var farið í morgun þetta leiðinda jóla-og áramótakíló og ég því aftur komin undir hundraðið. Ljómandi alveg hreint og ég ef ekki mikið í hyggju að fara neitt yfir það aftur héðan í frá. Það er engin ástæða til neins annars en að setja fútt í þetta núna og halda ótrauð áfram. Verst bara að það er ekki eins og mér líður. Ég er föst akkúrat núna. Finn að það er tími til að breyta einhverju, ég er orðin of vön rútínunni, er orðin of hrokafull. En er bara ekki alveg viss um hvað það er sem ég vil breyta. Mér leiðist. Mig vantar vímuna sem kemur þegar maður fyrst byrjar og allt gengur vel og allt er ný uppgötvun. Ég svona einvhernvegin dröslast áfram í gegnum dagana núna en vantar þetta fútt. Kannski er vandamálið vonbrigðin með að þurfa að bíða í gegnum þetta óveður með að fara að hlaupa. Ég var algerlega búin að hengja allar mínar vonir á það. Kannski er ég bara illa fyrir kölluð í dag. Ég er ekki vön að vera svona fúttlaus lengi. Kannski að ég setji mér einhvert verkefni, eins og að byrja að drekka grænt te eða eitthvað. Æji, það hljómar nú svo sem ekkert spennandi heldur. Svona er ég andlaus akkúrat núna. Blörgh.

1 ummæli:

Asta sagði...

Ætlaði einmitt að koma með hugmynd eins og fara á 'Raw food' eða Vegan eða eitthvað sem ýtir þér aftur af stað.... djöz vjezen að ég komist ekki til þín, gæti þá bömpað aðeins á bossann (og minn í leiðinni) með Nissaninum ;)