föstudagur, 26. febrúar 2010


Ég kláraði í morgun aðra 6 vikna áskorun í EA sports. Það er voðalega gaman að byrja á einhverju og klára það svo líka. Ég gerði þetta alveg sama hvað gerðist í lífinu, vaknaði á hverjum morgni (nema á sunnudögum, líkaminn þarf líka að jáfna sig aðeins) og lyfti, hoppaði og teygði í 40 mínútur. Yndislegt alveg hreint. En núna er prógrammið búið og spurning hvað tekur við. Ég hef ekkert hlaupið síðan á mánudaginn á meðan að hnéð var að jafna sig. En hef í hyggju að setja hlaupin í fyrsta sæti núna. Enda veðrið alltaf að skána og mér finnst hnéð vera skárra nú þegar ég er að léttast aftur. Þetta er líka góður tími til að hrista upp í dagskránni enda verð ég að breyta öllu til að komast í vinnu fyrir klukkan níu. Hef ég tíma til að fara út að hlaupa, fara í sturtu og gera mig sæta og komast í rétta lest á réttum tíma? Það er nefnilega mikilvægt fyrir mig að koma cardio inn first thing til að brenna fitu áður en maður er með kolvetni í systeminu. Þetta kemur til með að reyna á skipulagshæfileikana mína!

Kassinn frá Abel & Cole kom í morgun og viðheldur ævintýrum í grænu. Ég tók upp úr honum gulrætur og kartöflur, hvítkál, banana og mandarínur og Jerusalem Artichoke. Fyrstu fimm hlutirnir voru alveg fínir en hvað í fjáranum er Jerusalem Artichoke? Gvöði sé lof fyrir internetið og nú verða hér í matinn á morgun þessi líka fíni réttur eftir uppskrift frá Jamie Oliver. Verður lífið bara öllu meira spennandi en þetta?

3 ummæli:

Harpa sagði...

Frétti af svipaðri þjónustu hérna á Íslandi um daginn. Þ.e. að fá grænmeti sent heim (eða á næstu olísstöð) ef einhver hefur áhuga http://www.graenihlekkurinn.is/

Góða helgi gæskan og gangi þér vel!

Asta sagði...

heyrðu, þeir eru líka svona járnríkir, jerúsalemísku ætiþistlarnir - (http://www.nutritiondata.com/facts/vegetables-and-vegetable-products/2456/2). Hef aldrei prófað þá, hvernig voru þeir? mhmmmmm :)

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Harpa, ég verslaði við græna hlekkinn í þrjú ár áður en ég flutti til BNA- það er frábært. Svo gaman á fimmtudögum að fá nýbakað brauð, jógúrt, grænmeti og allt lífrænt og ferskt. Best í heimi.

Vildi gjarnan bjóða mér í mat hjá þér á morgun til að prófa þessa þistla. Hljómar vel.
Kv. Stína fína