fimmtudagur, 25. febrúar 2010
Mikil ægileg lukka er yfir mér alltaf hreint. Ég léttist um hálft kíló þessa vikuna og það með því að borða dajm og indverskan og kjötbollur og snakk og snikkers. Og ég er bara búin að hlaupa einu sinni vegna íþróttameiðsla. Samt léttist ég. Kannski var þetta líka út af danska kúrnum. Eða "second wind" sem ég hef fengið þessa vikuna. Síðan um jól er ég bara búin að vera með hendina hálfa í þessu öllu saman. Hef verið stressuð og pirruð og hrædd. En ég fattaði svo á mánudaginn að ég er ekkert búin að vera með neitt hálfkák. Það má vera að ég sé ekki að léttast með ofurhraða, eða Biggest Loser style, en heila málið er að ég byrja alltaf aftur.Í næstum heilt ár hef ég flogið og fallið og hlaupið og hrasað, en ég dusta alltaf af mér rykið og byrja bara aftur. Og það er það eina sem skiptir máli. Það má vera að ég sé kannski ekki "poster girl" fyrir megrunarkúra, en þetta er að virka. Hvað um það. Ásta kom með upplýsingar um danska kúrinn og þegar ég fór að skoða hann kom í ljós að hann er prótínkúrinn minn. Mjög takmarkað af kolvetnum, heilmikið prótín og gífurlegt magn af grænmeti. Mamma hafði að sjálfsögðu reynt að koma mér í þetta fyrir löngu síðan en ég bara var ekki tilbúin þá. Það er ýmislegt að danska kúrnum. Í fyrsta lagi þá er er hann "proper" megrunarkúr. Og það er blótsyrði á þessu heimili. (Og ætti að vera allstaðar) Í öðru lagi er alls ekki lögð nógu mikil áhersla á "clean eating" og það er allt of mikið notað af sætuefni. Í þriðja lagi er hvergi minnst á hnetur og svona ýmislegt fleira smálegt. Þannig að ég tók planið og aðlagaði að mínum vísindum og fékk við það þennan second wind sem mig vantaði. Þannig að núna hlakka ég bara til í næstu viku. Ég ætla nefnilega að sleppa dajm og indverskum og snakki og snikkers. Og halda svo bara áfram.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Skynsama litla stelpan mín!
Ti lukku með það hálfa sem fór.
Skrifa ummæli