Það er alveg merkilegt hvað við höfum öll mismundandi sýn á lífið, tilveruna og okkur sjálf. Ég spjallaði í smástund við hana Huldu mína um daginn og hún minntist á að hún væri í gallabuxum. Í fyrsta sinn í mörg ár enda þætti henni hún loks vera orðin nógu slank til að vera í svoleiðis fatnaði. Mér fannst þetta dálítið merkilegt. Ég hefði aldrei sagt að maður þyrfti að vera visst mjór til að geta verið í gallabuxum, gallabuxur henta öllum. Hins vegar myndi ég frekar ganga um nakin en að að fara í pils. Hulda hinsvegar veit ég að hefur verið í pilsi lengi. Ég get núna farið í stutta kjóla en finnst pils ennþá vera alveg hræðileg á mér. Margar feitar konur fara svo líka í víð, síð pils sem mér finnast ættu að vera gerð ólögleg. Mér finnst fínt að vera í eins þröngu að ofan og hægt er en margir myndu segja að feitir ættu að vera í rúmgóðum peysum. Eitthvað sem einum hentar er alrangt fyrir næsta mann.
Ég sagði upp í vinnunni í dag. Sló þannig vopnin úr hendi Elísabetar Drottingar og var á undan að segja henni upp áður en hún hætti með mér. Ég byrja að vinna hjá Lloyds Banking Group mánudaginn 15. mars. Þetta er ljómandi lítið starf í Chester þannig að ég fer í vinnuna með lest á hverjum degi. Hversu erlendis er það?! Vinnutíminn frá 9-5 sem er þvílíkur munur og frí um helgar. Verst hvað ég lækka í launum. En það er víst ekki hægt að kvarta, ástandið hér er hræðilegt og ég er bara lukkuleg að fara úr einni vinnu í aðra. Það er víst ekki hægt að vera fúll þegar maður getur borgar reikningana. Og ég bara svipast um og finn vonandi eitthvað meira við mitt hæfi svona þegar fram líða stundir. Mér datt svo líka í hug að ég hef núna tækifæri til að kynnast fólki sem þekkir mig ekki sem 130 kílóa manneskju. Nýju vinnufélagarnir eiga kannski eftir að hafa allt aðrar hugmyndir um hvernig manneskja ég er því þeir sjá bara svona smá chubby kjellingu, ekki offitusjúkling. Það verður merkilegt að athuga hvort ég taki eftir einhverjum mun á viðbrögðum fólks.
5 ummæli:
Frábært að þú skulir hafa fengið vinnu strax frænka :). Mér finnst líka stórsniðugt að þú farir að vinna í Chester, það er svo fallegur bær/borg eða hvað það er ;). Já þetta með gallabuxurnar er stórmerkilegt...ég er bara þannig vaxin að mér hefur fundist ég vera með rassgatið að framan þegar ég er í gallabuxum...en ekki lengur! Nú er ég bara með eitt rassgat og get gengið í gallabuxum ;). ´Hlakka til að sjá þig...í alvöru verð að fara að sjá þig, þó það verði á skæpinu fyrst (kaupa myndavél núna frænka) :)
Þetta er bara glæsilegt. Ekki margir sem geta státað af því að hafa slegið vopnin úr höndum Elísabetar!
Til lukku með nýju vinnuna. Þú átt án efa eftir að slá í gegn í bankanum :)
Love, Lína
Breskur banki,icesafe og Íslendingur.
Þú ert án efa hugrakkasti Íslendingurinn um þessar mundir.
Ég veit að þú átt eftir að standa þig vel og orðinn bankastjóri áður en við er litið. Er bankinn sem sagt ekki í eign Betu?
Verðurðu með bók í lestinni eins og maður sér í bíómyndum?
Þeir eru nú bara heppnir að fá hana Svövu Rán í lið með sér, í hvaða þyngdarflokki sem er! Svo var mér stórlétt að vita af þér í vinnu með manni af mínu sauðakyni ;)
Skrifa ummæli