laugardagur, 6. febrúar 2010
Ég lauk við dag þrjú í viku þrjú í C25K prógramminu á laugardagsmorgun. Ég hljóp miðvikudag, föstudag og laugardag og þannig var í lagi að ég sleppti mánudeginum. Ég man aldrei fyrr en ég er hálfnuð með hringinn að ég ætlaði að taka með mér snýtiklút. Ég hlýt að vera eins og algjör gonkóli á hlaupum, með hálfvitaglottið allan hringinn, eldrauð í framan og með horið í löngum taumum frá nefi og út á kinnar. Ég er eiginlega hálfhissa að einhver góð sál hafi ekki komið og farið með mig aftur á sambýlið. Engu að síður er gleðin svo mögnuð að mér er alveg sama, meira að segja um hortaumana, ég bara fæ ekki nóg af þessu. Og það er með ólíkindum hvað maður er fljótur að verða betri. Ég get núna hlaupið í einum rykk göngustíginn sem ég þurfti að skipta í þrennt í upphafi. Ég bara hlakka til að sjá hvað vika fjögur ber í skauti sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú veist það er gott að vera nr 11 er það ekki?
Skrifa ummæli