sunnudagur, 7. febrúar 2010


Ég vaknaði í morgun með sorg í hjarta og harðákveðni að borða mína eigin vigt í heróíni. Fór þessvegna niður og byrjaði daginn á að baka hefðbundnar enskar skonsur (scone). Lúkas stakk upp á að ég myndi einnig baka eina súkkulaði köku og fyrst ég var með allt heróínið á borðinu hvort eð var og ég var með sorg í hjartanu þá hljómaði þetta eins og hin besta hugmynd. Ég skellti því í eina Ástu súkkulaðiköku á meðan skonsurnar voru inni í ofni. Það sló hraðar í mér hjartað af spenningi við að fá súkkulaðiköku, ég meina ein eða tvær skonsur með smjöri og sultu eru eitt en sneið af (eða heil) súkkulaðiköku er eitthvað allt annað. Bara tilhugsunin um lyktina, áferðina og tilfinningunni á tungunni, um bragðið og æsingin um að fá næsta bita á meðan ég kjamsa á þeim fyrsta var nóg til að ég þyrfti að grípa í borðbrúnina svo mér myndi ekki bara byrja að svima. Og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki eðlileg hegðun. Og ég er búin að segja við sjálfa mig að ég fái ekki neitt heróín þangað til að ég er sannfærð um að ég ráði við það. Og ég veit að ég ræð ekki við það núna. Ef það gerist aldrei, so be it, ég tek þá bara þeim hundi eins og hann kemur. Ég minnti sjálfa mig á hvað ég geri þegar ég fer í Co-op; fyrsta hugsun: "Vá, hvað mig langar í eitthvað", næsta hugsun: en þú ætlar ekki að kaupa eitthvað þannig að þú getur allt eins hætt að hugsa um það núna." Og ég hætti að hugsa um það og kaupi bara það sem ég átti að kaupa. Sama með þessa köku. "Þú ætlar ekki að fá þér kökusneið þannig að þú getur allt eins hætt að hugsa um hana núna." Kakan er komin ofan í kökustamp og ég fer með hana í vinnuna á morgun og gef teyminu mínu. Það er óþarfi að henda henni. Og ég slepp við heróínneyslu í dag. Við ætlum að fara í smá göngutúr núna fjölskyldan. Það er alltaf gaman að rölta um Ty Mawr svona þegar vorið er á næsta leyti.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Ég las þetta fyrir pabba þinn og hann sagði: "Þvílíka hetju eigum við."

Nafnlaus sagði...

Shit, hvað þú ert öguð.Þú ert algjör hetja.Áfram svona krakka skítur;)
kv.frá gamla hræinu