sunnudagur, 21. febrúar 2010


Það er fátt betra en góður vinur. Og að eiga jafn fallega vinkonu og hana Ástu er betra en gull og gersemar. Við erum búnar að hafa það voðalega gott síðan á miðvikudagskvöld; fórum til Chester, í IKEA (Jibbí!), í göngutúr upp á Rhos-fjall og alveg óvart á rugby leik. Borðuðum indverskan og fórum út að dansa í Wrexham. Og mest af öllu erum við búnar að spjalla og gera lífinu og tilverunni góð skil. Það er voðalega gott að tala um þetta ferli mitt og stíga svona aðeins út úr því og skoða utan frá. Og það sem mest stendur upp úr er að ég sé að ég er bara að leggja um það bil 80% í þetta. Það eru þarna 20% að flækjast sem gera það að verkum að ég er ekki alveg sátt. En ég veit hvað ég þarf að gera, ég hef alla þá þekkingu sem ég þarf til að gera þetta í alvöru. Og það er kominn tími til að spýta í lófana og herða róðurinn, naga skjaldarendur, skíta út fyrir lunningu og tussa þessu í gegn. Nú skal dansinn hefja.

3 ummæli:

Harpa sagði...

Mikið afskaplega eruð þið nú sætar!

Asta sagði...

Ooooooooooooooooo, elsku Baban min, thad eru sko gagnkvaemar tilfinningar her a bae, thu ert yndi (sem eg reyndar var alveg med a hreinu - kjarnakvendi med risahjarta :) og dasamlegt ad hafa komid og verid med ykkur, takk fyrir mig :)
Sammala lika med kakid! Nu hefst dansinn, enda skornir mundadir og ekkert til fyrirstodu :> Mussi elskan og happy Monday, luv

Nafnlaus sagði...

...verð nú afskaplega bljúg í hjarta að þekkja slíkar mær ....

Blöbbz