fimmtudagur, 18. febrúar 2010

Grömmin 300 farin í morgun þannig að ég er aftur komin í Magna þyngd. Ánægð með það eftir hálfgert hálfkák þessa vikuna. Kannski að þetta hafi bara verið áhyggjur, en nú er ég komin með nýja vinnu þannig að áhyggjurnar eru farnar og Ásta komin í heimsókn þannig að það eru skemmtilegir dagar framundan. Góðar stundir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komin með nýja vinnu...þú ert ekki lengi að því sem lítið er.Lát heyra hvað ertu að fara að sýsla?
Love, Lína
ps. Skemmtu þér vel með Ástu :-)

Hulda sagði...

Geggjað :). Bið að heilsa Ástu og hlakka til að tala við þig á Skypinu! Er búin að vera með hissa svipinn síðan ég fattaði Skæpið ;)