mánudagur, 15. febrúar 2010

Mamma mía! Samkvæmt hlaupaprógramminu mínu á ég að hlaupa stanslaust í 20 mínútur á föstudaginn! Ég er ekki alveg viss um að ég sé tilbúin í það. Fyrir utan að ég get ekki hlaupið lengur en í 6 mínútur án þess að koma að brekku. Og ég get ekki hlaupið upp brekku. Á morgun ætla ég að hlaupa í 5 mín, ganga í 3, hlaupa í 5 o.s.frv. í hálftíma. Ég get það. Svo hlaupa í 8 mínútur. Það er lengra en ég get núna. Og að lokum hlaupa stanslaust í 20 mínútur. Hversu spennandi getur lífið bara orðið? Ég bara get varla þolað æsinginn!

1 ummæli:

Harpa sagði...

hmm, helvíti gengur þetta prógram hratt. Í prógramminu sem ég var í í fyrra þá gekk þetta koll af kolli 5/3, 7/3, 8/3, 9/2, 10/2, 11/1 og 12/1 og eftir að hafa gert það þrisvar (þe hlaupið í 12 mín og labbað eina á milli) þá átti maður að reyna við 20 mínúturnar.

Þú massar þetta góða. Gangi þér vel!