föstudagur, 12. febrúar 2010


Á leiðinni heim eftir að skila Láka af mér í skólann gekk ég fram á tvo eldri herramenn sem höfðu stoppað til að spjalla. "Good morning William" sagði sá fyrri. "It´s a cold one John," svaraði hinn. Í sömu andrá hjólaði sá þriðji framhjá og kallaði "Morning Brian, morning Henry" "It´s a cold one Jim" kölluðu þeir tilbaka. Bíddu nú við. Hver er Brian og hver er Henry? Eða er Jim kannski bara rugludallur og John og William láta það bara eftir honum að kalla sig Brian og Henry? Þetta voru skrýtnar skrúfur. Walesverjar eru skrýtnar skrúfur að mati flestra Englendinga. Við tölum með afdalahreim sem gefur til kynna að við séum sveitafólk og sakleysingjar. Á sama hátt og ef fólk að sunnan heyrir í Scouse, Liverpool hreim þá grípur það fast í veskið því eins og allir vita þá eru Scousers þjófar og glæpamenn. Við hér í Rhos erum svo Jackos. Það er nú ekki gott að vera Jacko, við erum víst frekar illa gefin og undan hvort öðru komið. Svona dálítið skrýtin. Kannski dálítið eins og Þollarar. Það er kannski ekkert skrýtið að ég hafi endað hérna. Ættum við ekki að setja upp svona vinabæjasamband?

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Þorlákshöfn og Rhosllannerchrugog hljóma vel saman. Kannski erum við jafn rugluð hér og í Wales. Fólk spyr t.d. um Karl í símann og ég kalla í Simma. Jim getur þess verið Henrý heima hjá sér.
Ég held að þettu séu kallar að mínu skapi.

Guðrún sagði...

.........það vantar orðið vegna í eina setninguna hjá mér...