fimmtudagur, 11. febrúar 2010

Góðu fréttirnar eru að ég er hætt að sjá hundrað. Að kvöldi til, í gallabuxum og skóm og ópissuð er ég samt undir hundrað. Good riddance segji ég nú bara. Slæmu fréttirnar eru að ég brást vísindunum. Þau brugðust mér ekki, ég brást þeim. Eftir kolvetnispartýið á sunnudaginn og föstuna á mánudaginn hafði ég fyllilega í hyggju að fylgja prótín kúrnum en eitthvað var áhyggju-og kvíðahnúturinn í maganum á mér að flækjast fyrir mér þannig að ég náði ekki að plana vikuna nógu vel. Hélt mér reyndar undir 1500 kal en allt kom fyrir ekki og ég þyngdist um 300 grömm þessa viku. Ekki spennandi. (Getur verið að áhyggjur vegi allt upp undir 2 kíló? Ef svo er þá er ég í fínum málum!) En sem betur fer veit ég hvað ég gerði vitlaust og get bara gert mitt besta til að reyna að gera ekki sömu mistökin aftur.

3 ummæli:

Harpa sagði...

Ég gæti alveg trúað að áhyggjur vegi amk 2 kg. Er ekki annars alltaf talað um ,,þungar áhyggjur."

Annars skaltu ekki eyða of miklum tíma í áhyggjur. Ég er viss um að þú verður komin með aðra vinnu fyrir 1. apríl og þá ertu búin að eyða næstum því 2 mánuðum í óþarfa áhyggjur....

Hanna sagði...

så er det bare op på hesten igen, du ved ...

Nafnlaus sagði...

Áhyggjur geta vegið þungt það er bara þannig.Ég veit að þú verður fljót að finna þér vinnu (Þú gætir samt alveg farið að skrifa bók :-)Gott hjá þér að halda í jákvæðnina það er það eina sem dugir það er bara þanniig.
Love, Lína