fimmtudagur, 4. febrúar 2010

Vísindin virka, vísindin blífa, vísindin eru komin til að vera. Ég er búin að fylgja 40% prótín, 40% kolvetni, 20% fitu matseðlinum mínum núna síðan á mánudag og ég hef lést um 2 kíló þessa vikuna. Ég er núna eins mjó (eða eins feit ef maður er glasið er hálftómt manneskja) og ég var þegar ég var hjá Magna. Ekki nóg með það heldur er fitan sem eftir er búin að raða sér á mun skipulegri hátt um líkamann og ég er öll orðin svona straumlínulagaðri. Mér líkar vel við straumlínur. Ég held að ég sé enn ánægðri með þetta allt saman en ella af því ég lagði vinnuna í þetta, ég fann upplýsingarnar, ég vann úr þeim og ég skapaði velgengnina sjálf. Og þetta er ekkert leyndarmál, þetta er ekkert flókið, þetta er ekki einhver kreisí megrunarkúr, þetta snýst um að skilja líkamann og gefa honum það sem þarf til að hann vinni sem fullkomna vélin sem hann er. Kertsjíííng!

Ég og Dave erum í fríi núna í tvo daga. Sem er voðalega næs, mér finnst ofboðslega gaman að vera í fríi úr vinnunni. Lúkas í skólanum og við hjónakornin ætlum að fara í kaffirölt um Wrexham og kannski kaupa á mig nýjar buxur. Þessar númer 18 eru nebblega orðnar dálítið rúmar um sig. Og skinny gallabuxurnar mínar? Þær eru meira svona gúlpandi gallabuxur. Það er nú óþarfi að vera að gera mann stærri en maður er í alvörunni. Er þaggi?

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Kannski ertu búin að finna lausnina sem allir eru að leita að! Ef þetta er málið, að borða jafnmikið af kolvetnum og próteinum, af hverju eru næringarfræðingar ekki búinir að segja frá því? Ræður sykurheimurinn svona miklu? Eða hentaði þetta þér akkúrat núna? Já, spurningar og vangaveltur hrannast upp núna.

Guðrún sagði...

Æ, ég gleymdi í öllum æsingnum.....til lukku duglega, klára stelpan mín og ég ætla að gefa þér buxurnar. Þú nærð þér í aur, þú veist hvar!

Harpa sagði...

Vá vá vá, frábært elsku Svava. Þú ert líka algjör snillingur að finna þetta út.
Og fer svo ekki að verða kominn tími á nýtt gallabuxnavideó???

Nafnlaus sagði...

Til lukku snjalla vinkona! Ég styð gallabuxnavideo...það var snilld.
Love, Lína